Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Side 128

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Side 128
238 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR verið í hundrað ár. Þessi litla grein Gunnlaugs Claessen er það merkasta sem um Jónas hefur verið skrifað á hundrað ára dánarafmæii hans, og hún færir oss heim sanninn um það, að enn er hjartfólgnasta skáld vort hulið í þoku rómantískra blekkinga og smáborgaralegra hleypidóma. Ljóðntæli Stefáns frá Hvítadal eru ekki nteð sama glæsibrag og þær tvær bækur sem minnzt hefur verið á hér á undan. Utgáfa þeirra hefur ekki heldur tekizt eins vel og Þyrnar og Ljóðmæli Páls Olafssonar sem Helgafell hefur gefið út áður á myndarlegan hátt. Tómas Guðmundsson hefur búið bókina undir prentun. Ritgerð hans um Stefán frá Hvítadal er snoturleg en ekki stór- brotin. Myndir þær eftir Snorra Arinhjarnar sem bókinni fylgja eru heldur fátæklegar og tilþrifalitlar. Helzti galli bókarinnar er þó sá að ekki hefur verið lögð nægileg vinna í að búa kvæðin undir prentun. Það er tekið fram að bók- in tiafi að geyma öll Ijóð Stefáns að undanteknum „örfáum tækifærisljóðum og vísum, sem ætla má að höfundurinn hefði sjálfur kosið að fella niður“, I flokki þeirra kvæða sent vitandi vits liafa verið felld niður er Jió varla eftirmæli um frú Saigerði Ásgeirsdótlur frá Ásgarði sem birtust í Tímanum 14. nóv. 1931. Og varla mun kvæðið Lækurinn, sem hirtist í tímaritinu Perlum 3. liefti 1931, hafa verið fellt niður af ráðnum hug. Síðasta erindi þessa fallega kvæðis er á þessa leið: „Lækurinn veit, hann er lífið á bænum, og lækurinn kyssir hinn þyrsta munn og lækurinn hoppar og lækurinn freyðir og lækurinn fellur í bláa unn.“ Hvimleitt er það einnig að leiðinlegar prentvillur hafa slæðzt inn í bókina, ekki sízt þar sem það er tekið fram í formála að Stefán frá Hvítadal hafi hat- azt við prentvillur. Tilraunir Helgafells til að' gefa út bækur á listrænan liátt eru gerðar af stór- hug og dirfsku. Vonandi verður þessu útgáfustarfi haldið áfram af jöfnum stórhug en aukinni fjölbreytni og smekkvísi. M. K. Ólajur Jónsson: ÓDÁÐAHRAUN. Bókaútgáfan Norðri h.f. Jarðyrkjumaður verður þreyttur af að þröngva moldinni til að skila sér sem mestuin ávexti. Hann fer út í eyðimörkina til að hvílast, og sjá! Eyði- mörkin reynist vera sjálft ævintýralandið, sem sífellt vex að töfrum við aukna kynningu. Hann ritar í stóra bók þekkingu sína á þessu landi og sögu þess, segir þar frá skiptum sínum og annarra við það. Þessa bók nefnir hann Ódáðahraun. Fyrsta bindi búkarinnar befst með skemmtilegu forspjalli, þar sem höf. ræð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.