Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Blaðsíða 71
MESTU SKÁLDRIT MARTINS ANDERSENS NEXÖS
181
sameinazt um að berjast gegn. Og Pelli skilur, að þannig hlýtur
það að fara í ófriðarlöndunum og þeim löndum, sem geta orðið
ófriðarlönd, og honum fellur það vel.
Þetta er ekki aðeins frásögn um gjaldþrot verkalýðshreyfingar-
innar á því sviði, sem olli úrslitum, heldur einnig um mannlega
hnignun.. Og þetta hefði orðið mjög dapurleg bók, ef Andersen
Nexö hefði ekki komizt að raun um hvar vonarinnar var að leita.
Hjá fólki eins og Marteini, hinum gamla vini Pella, skáldinu, sem
ætlar að skrifa skáldsögu um manneskjuna í allri sinni nekt, hjá
ungum verkamönnum, óánægðum og ringluðum, vegna þess að
þeim finnst þeir hafa verið sviknir, lifir ennþá hugsjónin um það
alþjóðasamband, sem á að tryggja frið og velmegun í veröld, þar
sem enginn arðrænir annan.
Og hrífur þessi bók? Hefur hún eitthvað að segja þeim, sem eru
ölvaðir af fagurfræði og Nexö fyrirlítur, ásamt hinum óspilltu, sem
hann velur sér að lesöndum? Stjórnmálaefnið í bókinni er engin
nýung. Okkur, sem lifað höfum tvær heimsstyrjaldir, er ekki ókunn-
ugt um þá bræðralagshugsjón, sem svikin var; en það er verðleiki
Nexös, að með lýsingu sinni á fullorðinsárum Pella, enda þótt hún
sé aðeins fjarsvið lýsingarinnar á Marteini og hinni óbugandi hug-
sjónatrú hans, hefur han vakið efa um hæfni hinna reyndu og ráð-
settu manna til þess að skapa bjartan og hamingjuríkan heim. Hið
alsgáða og raunsæja nægir ekki, því að í veruleikanum felast einnig
draumar og hugsjónir. Frásögnin um þróun Pella frá því að vera
„Leiftrið“, maðurinn með hið sveitta enni sigurvegarans, og þar
til hann verður ráðsettur, gráhærður maður með virðuleik og
ábyrgðarkennd, er mannlegt sjónarspil, sem snertir taugar manna
og lætur þá ekki í friði. Það er byltingarrit í bezta skilningi þess
orðs.
En það er einnig hægt að hrífast af bókinni vegna þess, að Nexö
hefur gott hjartalag og kann að segja frá. Hið óheppilega hjóna-
band Marteins, ógæfusama er of stórtækt orð, barátta hans til þess
að skapa heimili svo að segja með tvær hendur tómar, er saga hins
rúmhelga dags, bæði áhrifamikil og hjartnæm. Það er næstum því
jafn mikill sigur, ef það tekst að láta mála loftið eða veggfóðra,
fyrir mann sem því miður ef ekki handverksmaður, heldur aðeins