Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Page 107

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Page 107
STUTTHOF 217 tökur í vöxt. Áður höfðu þær ein'nig oft átt sér stað. Annað hvort voru hinir dæmdu skotnir eða hengdir fyrir utan rafmagnsgirðing- una, ellegar þeim var slátrað inni í líkbrennslustofunni. Nú var henging orðin hin almenna aðferð við aftökurnar og fór nú fram á sjálfri aðalgötu fangabúðanna. Hér var settur upp færanlegur gálgi fyrir tvo. Það fóru fram margar hengingar síðustu mánuðina og í hvert skipti var öllum föngunum skipað í raðir með húfuna í hendinni, meðan hinn óhrjálegi sjónleikur stóð yfir. Ástæðurnar fyrir aftökunum voru vanalega flóttatilraunir eða þjófnaður að nóttu til (!). Hér skal aðeins getið tveggja aftakna, sem áttu sér stað síðustu mánuðina í Stutthof. Málavextir eru þannig, að hefði eitthvert skáld á undan stríðinu leyft sér að setja fram svipaða atburði í listarformi, hefði hann fengið harða dóma fyrir öfgar. Því miður er það, sem sagt er frá, aðeins naktar, ömurlegar staðreyndir. Það var miðdegisbil. Gálginn hafði verið reistur eins og venju- lega í aðalgötu fangabúðanna. Við stóðum eins og venja var til í röðum með húfuna í hendinni. Þetta skipti átti að hengja tvo fanga. Mayer stormsveitarforingi las sjálfur upp dóminn, sem hans var venja, en aðeins þeir, sem stóðu næst, heyrðu hver sökin var, enda skipti það ekki máli. Hinir tveir dæmdu gengu rólega upp á gálga- pallinn. Böðullinn leggur snöruna um hálsinn á þeim báðum, geng- ur niður og eins og venjulega sparkar hann í fallhlemm gálgans. Þeir falla, en aðeins annar hangir. Hinn stendur beinn og rólegur á jörðinni. Kaðallinn hefur slitnað! Við höfðum smám saman vanizt á að láta ekki smámuni á okkur fá, en þó gekk þetta fram af okkur. Það fór hrollur um okkur og við hnipruðum okkur saman. Böðull- inn segir eitthvað við dæmda manninn, stóran, þungan Eistlending. Hann gengur sem fyrr upp þrepin þrjú, er liggja upp á gálgapallinn og böðullinn leggur snöruna aftur um hálsinn á honum. Hann stendur þar fast og rólega, hinn dæmdi maður, og við hlið hans sveiflast félagi hans annað hvort dáinn eða í fjörbrotunum. Böð- ullinn sparkar aftur í fallhlemminn, Eistlendingurinn fellur og aftur slitnar reipið! Það væri ógerningur fyrir mig að lýsa tilfinningum okkar. í þriðja skiptið gengur hinn karlmannlegi Eistlendingur með ró og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.