Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Blaðsíða 3
TÍMARIT
MÁLS OG NEIVNINGAR
Ritstjórar:
Kristinn E. Andrésson og Jakob Benediktsson
Des. 1954 15. árgangur 3. hefti
Guðmundur Böðvarsson fimmtugur
Guðmundur Böðvarspon er vordraumur Islands á tuttugustu öldinni.
Jörð er komin öðru sinni græn undan snjónum, systirin úr Grasaferð Jónasar
leiðir skáldið aftur við hönd sér, glöð og gáskafull, og eilítið eldri: nú er hún átján
ára. Rauður steinn glitrar í götunni. Heil kynslóð sem nefnir sig ttnga ísland fylkir
Jiði, glaðvær og aðsópsmikil, fram eftir Brant Þorsteins, ákveðin í að sú braut skitli
ltrotin til enda. Hún gengtir undir fána Jóns Sigurðssonar og sól Fjölnismanna skín
hækkandi á veginn. Hún gengur reist í bjartri glóð morgunsins og leggur Guð-
mundi Böðvarssyni sín fyrstu fleygtt orð á tungu: Kyssti mig sól og sagði: sérðtt
ekki hvað ég skín. Og þegar hann kvartar um við systur sína að vetrarklakinn sé
ekki allur úr jörðtt: Þá hló hún inn í mitt hjarta,
hár mitt strauk hún og kvað:
Horfðu í augu mín, ef þú getur,
ástin mín, gerðu það —
og segðu svo: það er vetur.
Hið unga ísland: það var þjóðin öH. Skáldin frá öldinni áðttr áttu sér bólstað í
hjarta hennar, og vordraumttrinn er sá að bera fram hugsjónir þeirra til sigurs:
gera landið frjálst, losa þjóðina úr fátækt, græða sár lands og lýðs; svo einfaldur
sem nokkur.draumur getur verið. Þjóðin hjúfrar sig enn að barmi landsins, með
náttúruna að sínum einkavini, og hjartalagið hlvtt og óspillt frá ættmæðrum sín-
um fátækum og skyggnum. Það er enn svo hljóðrænt í sveitum, og hugskynjunin
svo næm, að afdaladrengur sem gefin er lítil hörpuskel frá sjó heyrir í henni haf-
djúpin niða, með því einu að leggja hana sér að eyra, og siglir í henni í ímyndun
sinni til fjarlægustu stranda: Hver hlaut slíka skyggni á úthafsins víðu vegi í vöggu-
gjöf? Það er með í draumuum að eiga heiman frá bænum sjón út yfir hauður og
höf, jafnvel inn í klettana og holtin, finna til með hverju hjarta sem slær og eiga í
brjóstinu rúm fyrir harm og gleði allra manna og þjóða. En mest er víðáttan fram-
undan, og þar stendur hin gullna höll þar sem sannleikurinn ríkir og réttlætið býr,
eins og Þorsteinn kenndi, og þó hið næsta: frelsi fslands og verkefnin öll að endur-
vekja þjóðina og byggja og rækta landið.
Svo einföld og víðskyggn sem vordraumur íslands eru ljóð Guðmundar Böðvars-