Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Page 16

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Page 16
206 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR fjarðar. Eins og allir vissu væri kona oddvitans, hún Rannveig, formað- ur kvenfélagsins, og Unndóra gjaldkeri —■ Amnia brosti. Þú ert vitur maður Jóakim, sagði hún. Þú hefur lög að mæla. Jóakim varð hálfkindarlegur á svip og tróð tóbaki í pípu sína. Ég er ekki að lasta neinn, þó ég vilji síður blanda mér í málefni kvenfélagsins, sagði hann eftir nokkra umhugsun. Mér þykir leitt að geta ekki orðið þér að liði, Sigríður mín. Auðvitað kemur sér bölvanlega að hafa öngva klukku — 0 sei sei nei, greip amma fram í fyrir honum. Ég hef ekkert umvélis lengur og þarf ekki að hugsa um tímann, gömul og löt kelling. Ég kannast við góðan úrsmið í Reykjavík, hann Guðmund, — ef hann er þá ekki dauður. Það er víst margur úrsmiðurinn syðra, sagði amma. Ég bið einhvern fyrir hana þegar vel liggur á mér. Jóakim fór að skrúfa bakið í klukkuna og blés frá sér stórkostlegum reykjarhnyklum, en sönglaði hvorki björt né drungaleg sálmalög. Hel- vítis boran! sagði hann og undi því illa að mega ekki neyta allrar sinnar snilli og hugvitssemi. Líklega er verkið í lienni svikið, eða gallað að minnsta kosti, tautaði hann og hélt áfram að geta sér til um meinsemdir klukkunnar með ljótum orðum og þungum andvörpum. Nema padda hafi komizt inn í hana, sagði hann að lokum. Bezt gæti ég trúað. að þetta væri allt að kenna einhverri djöfuls pöddu! Síðan liðu fram stundir. Ég kvaddi ömmu mína um fardaga og var á Grænateigi um sumarið. Fólkið var mér ósköp notalegt eins og í fyrra og hittiðfyrra, hæði Sighvatur frændi, Aðalheiður kona hans, Ingunn jafnaldra mín og Bjössi litli berserkur, rauðhærður snáði á sjötta ári. Ég var hvorki hafður útundan né látinn vinna meira en góðu hófi gegndi, Þorgeir gamli bauðst til að kenna mér að taka í nefið þegar ég færi að ganga í síðbuxum, Sína Sveins, kaupakona að sunnan, kvaðst ætla að eiga mig jafnskjótt og mér væri sprottin grön. En þrátt fyrir gott atlæti leið varla svo dagur, að ég myndi ekki eftir umkomuleysi rnínu á jörðinni, — Aðalheiður gældi einhvernveginn öðruvísi við mig en Ing- unni og Bjössa, Sighvatur frændi átti það til að vera stuttur í spuna og kalla mig skussa. Ég horfði stundum út dalinn og hugsaði um ömmu, eða óskaði þess að móðir mín væri á lífi og helzt faðir minn lika. Móðir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.