Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Page 25

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Page 25
H A L L D Ó R K I L J A N L A X N E S S : Fram Hvítársíðu Þarflitlar annir hafa valdið því að það sem mér var efst í hug þegar ég ók frammí Síðu dag nokkurn snemma í haust kemst ekki á blað fyren nú. Þetta var á fimtugsafmæli skáldsins að Kirkjubóli. Guðmundar Böðvarssonar. Fáar sveitir veit ég meir í ætt við Draumalandið en mjúkan fjallafaðm Hvítársíðu. Sæludalur sveitin best. hugsar vegfarandinn þegar hann leiðir bygð þessa augum á björtum sumardegi. Reisulegir velhirtir bóndabæir standa í mátulegri fjarlægð hver frá öðrum og mynda strjála einfalda röð frammundir óbygðir, hvít steinsteypuhús með rauðu þaki. vaxandi ræktarland umhverfis, nútímavélar á hverjum bæ, beinir upp- hleyptir vegir. En það er ekki altaf sumar í Hvítársíðu, og eftilvill hefur sveitin ekki verið eintómur sæludalur. Ekki er leingra síðan en þegar ég var dreingur, og fór hér um í fyrsta sinn, þá voru enn miðaldir á þessum slóðum. Húsin voru enn gerð af mold að mestu og vaxin utan grasi, en þó víðast þiljuð innan íveruherbergi manna, stofuþilin vissu niðrað ánni. En ef maður reið um hlað, og var boðið til stofu, mátti enn heyra fullkomnari en annarsstaðar í héraðinu sérkennilegan málhreim borg- firðínga, og mér fanst sem barni að borgfirðíngar beittu röddinni líka á alveg sérstakan hátt, — þá var enn ekki komið til skjalanna hið stirða, blælausa og málhreimslausa lestrarlag skólapilta, sem tekið hefur sér samastað í útvarpinu og alt landið hermir nú eftir. Vel má vera að til hafi verið í Hvítársíðu einstaka bóndi sem átti eitthvað í kistuhandraða, eða ein og ein kellíng sem geymdi eitthvað í sokk; en afkoma manna alment, hvort þeir áttu í handraða eða ekki, jafnaði sig upp með að vera eitthvað svipað og gerðist hjá almúga í sveitum Evrópu á dögum Karlamagnúsar. í miðjum þessum sæludal voru líka til menn sem varla áttu sér málúngi matar og gerðust annarra manna handbendi af sökum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.