Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Page 26

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Page 26
216 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR alsleysis síns fullkomins, sveitarþrot, seldir undir ráðstöfunarskyldu hreppsnefnda. Voru þessir menn þá þeim mun verr af guði gerðir en hinir, sem þeir voru því fjær að eiga í handraða eða í sokk? Ekki trúi ég að Guðmundur Böðvarsson mundi samþykkja það. Oft voru þetta menn sem gátu ekki fest hugann við glórulaust strit af sérstakri ástæðu, mataráhyggjur unnu ekki bug á þeim af því að þeir voru allir í skáldskap og fræðimensku. Er það þá ekki sljóleiki að hafa ekki dug til að bjarga sér? Jú það má vel vera — í landi þar sem grasbíturinn er fyrirmynd. En það hafa altaf verið til menn á íslandi sem skynjuðu umhverfi sitt svo sterklega, og fyrir þess skuld heiminn allan, en þó einkum lífið í sjálfs sín brjósti, að þeir kusu að gánga frá búum sínum, og láta sveitar- stjórnina þrífa börnin úr fángi sér og dreifa þeim til vandalausra útum borg og bý, heldur en veita afkall þeirri ástríðu sinni að skapa úr veru- leika þessa heims annan veruleika, þann sem heitir skáldskapur. Og þó var skáldskapur þeirra aldrei sigurstránglegri en svo að hann næði útúr hreppnum. Eg hef grun um að slíkir hafi verið afar okkar Guðmundar Böðvarssonar og lángfeðgar. Þegar rætt er um bókmentir á Islandi eru jafnan til nefndir fyrstir þeir menn sem rás viðburðanna hefur hrundið frammí birtu sögunnar, þeir menn sem skilyrði höfðu til eða tök á að safna í einn sarp heilum þj óðarskáldskap og setja á hann mark sitt. Á miðöldum var ríkidæmi eitt helst skilyrði þess að bók yrði saman sett, höfundur sem ætlaði að semja fjögur hundruð blaðsíðna bók þurfti til dæmis að slátra að minsta kosti hundrað kálfum áður en hann byrjaði. Til þess að ná hlut- geingi sem íslenskt stórskáld á 19. öld varð maður að hafa efni á að veita sér eins góða lærdómsment í skólum og þá var völ á í Evrópu, setjast síðan í æðstu embætti landsins eða taka embætti í Danmörku, ellegar þá njóta þar opinberra styrkja. En hvar hefðu höfundar fombók- menta vorra verið á vegi staddir, og hvar íslensk stórskáld í embættis- mannastétt á 19. öld, hefðu ekki staðið að baki þeim ótal fátækir menn, sem ekki aðeins héldu á lofti ótæmandi sagnafróðleik, heldur sáu veröld- ina og mannlega tilveru í Ijósi skáldskapar, hver í sínu horni, og voru vaknir og sofnir í fátæki sínu andlegir þátttakendur í hinni laungu lesta- ferð tímans, sannir skaparar þeirra hugmynda sem allur stór skáldskap- ur sem svo nefnist hefur vaxið úr, ónafngreindir menn og konur í öllum áttum, á hverjum bæ jafnvel, stundum aukvisar og lítilmenni fyrir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.