Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Side 36
226
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
ist að það var eins og hann næði aldrei til hennar, eins og hún væri alltaf
hálfgerð huldukona, en náttúrlega hafði hann aldrei talað um það við
hana. Einu sinni hafði hann gert tilraun til þess eftir að vera búinn að
hugsa um þelta lengi, en þá varð hann fyrir þeirri furðulegu reynslu, að
allt sem hann fékk fram af vörunum varð svo óstjórnlega skoplegt og
heimskulegt, þótt það liti allt öðruvísi út á meðan það hélt kvrru fyrir í
heilabúinu á honum sjálfum.
Hann hafði aldrei verið neinn orðsins maður.
Hinir rosknu sem höfðu snúið að þeim bökum voru staðnir upp og
farnir að þjarka á útlendu tungumáli, bersýnilega um það, hverjum ætti
að hlotnast sá heiður að borga brúsann. Einn þeirra, lítill ístruhnubbur,
stingur tveiin fingrum niðrí vestisvasann, vísifingri og löngutöng með
hreiðum og sléttum gullhring. Þar með var málið útrætt.
Hann fylgdist með þeim áhugalaust, horfði á hvernig þeir reigðu sig í
bakinu um leið og þeir fóru og skildu eftir blátt ský af vindlareyk.
Konan hélt áfram að reykja og tók ekki eftir neinu. Hún horfði fram-
hjá honum og eins og í gegnum hann, og augu þeirra mættust ekki, þótt
hann liti á hana.
Bræluna af bikinu lagði nú enn fram með húsaröðinni þeirra megin
og sló undir tjaldið. Þá leit hún við rétt sem snöggvast og horfði á verka-
mennina strila í malbikinu. Þeir voru bláklæddir og ógreinilegir, og það
var þægilegt að horfa á þá eins og það getur stundum verið þægilegt að
horfa á vél í gangi án þess að þurfa að þekkja liana til nokkurrar hlítar
og án þess að hún komi manni við.
„Því er hann ekki hér, maðurinn sem ég elska?“
Hann var hér fyrir tíu árum, og hún hafði búizt við að finna hann hér
aftur — ekki hann sjálfan, heldur þær löngu liðnu vikur sem höfðu orð-
ið hér eftir og sjálfa sig eins og hún var þá. Hún hafði búizt við að dvöl-
in hér mundi hjálpa henni til að minnast, rifja upp fyrir henni allt það
gamla, gefa henni aftur þær stundir sem voru löngu liðnar og fylla dag-
ana ljúfsárum draumi, en ekkert slíkt hafði gerzt.
Hún hafði komið á alla gömlu staðina, þeir voru hér ennþá, en þótt
hún þekkti þá aftur eða öllu heldur kannaðist við þá, voru þeir henni
nýir og framandi og óskyldir þeim minningum sem við þá voru tengdar.
Fyrst hélt hún að það væri af því, að hún var í fylgd með manninum, en
þótt hún létist þurfa á hárgreiðslustofu og færi þangað ein, komu þeir