Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Blaðsíða 58

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Blaðsíða 58
248 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Greind liefur það sameiginlegt með öllum öðrum eiginleikum, að hún þroskast því aðeins, að umhverfið láti í té möguleika til þroska. Ef við viljum gera samanburð á greind kynþátta, verða einstaklingar þeir, sem við prófum, að hafa búið við nokkurn veginn sömu lífskjör, að öðrum kosti gæti skortur lífsnauðsynja hafa hindrað þroska annars kynþáttarins. Efnaðir foreldrar hafa auk þess hetri aðstöðu til að sinna hörnum sínum og fræða þau um eitt og annað, sem þau spyrja uin. Þetta getur haft áhrif á þroska barnanna. Hafi kynþættirnir haft ólíka aðstöðu til skólanáins, er óvíst, að greind- armunur þeirra sé erfðum að kenna. Þeir sem meira hafa lært, ná að jafnaði nokkru betri árangri við greindarmælingar. Þetta kemúr að nokkru leyti af því. að naumast er hægt að búa til greindarpróf, sem er algerlega óháð lærdómi. Að nokkru leyti getur það verið vegna þess, að greind er eiginleiki, eða safn eiginleika, sem þroskast við það að fást við ákveðin verkefni svo sem nám. Erfitt er að gera nákvæman samanburð á greindarþroska kynþátta, nema því aðeins, að þeim sé báðum sania tungumál jafn tamt. Að vísu hafa verið búin til verkleg greindarpróf, sem eru þarmig gerð, að þau krefjast ekki neinnar málakunnáttu. Það er þó augljóst mál, að slík jjróf inæla ekki það saina og munnleg eða skrifleg próf. Hæfileikinn til að láta í ljós hugsanir sínar með orðum, og hæfileikinn til að skilja munnleg fyrirmæli eru mikilvægir þættir greindarinnar, sem naumast verða mældir með verklegum prófum. Óvíða er hægt að finna nægilega stóra hópa fólks af ólíkum kynþátl- um, sem geta talað sama tungumál jafn vel. Þetta hefur þó teki/t í Banda- ríkjunum, þar sem svertingjar og indíánar hafa víða lagt niður móður- mál sitt og tekið upp ensku í staðinn. Mjög fastmótaðar siðvenjur og áhugamál ólíkra kynþátta geta líka haft áhrif á árangur þeirra við greindarprófin. Þeir, sem hafa reynt að greindarprófa hörn meðal vissra indíánaþjóð- flokka, hafa til dæmis skýrt frá því, að erfitt sé að fá börnin til að reyna að ná sem beztum árangri eða nota sem skemmslan tíma til að Ijúka prófinu. Þetta stafar af því, að meðal indíánaþjóðflokka þessara er það ekki talið til dyggða að keppa við náungann eða reyna að skara fram úr öllum öðrum, svo sem það er í þjóðfélagi okkar. Indíánar þessir hafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.