Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Page 59

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Page 59
SÁLFRÆÐI NÚTÍMANS 249 ekki heldur vanizt þeim hraða, sem einkennir menningu okkar. Þeir eiga því bágt með að skilja, að þeim beri að leysa verkefnin á sem stytztum tíma. Margar þeirra rannsókna, sem gerðar hafa verið á greindarmismun kynþátta, hafa lítið gildi, vegna þess að þeir, sem framkvæmdu rann- sóknirnar, hafa ekki gætt þess nægilega vel, að hópar þeir, sem voru prófaðir, væru jafnir að öllu leyti öðru en því, að þeir væru af ólíkum kynþáttum. Nýlega hafa þó verið gerðar nokkrar rannsóknir, sem virðast uppfylla öll þau skilyrði, sem ástæða virðist vera til að gera til slíkra rannsókna. Mun ég skýra frá nokkrum þeirra. Rétt er að geta þess, að flestar þær rannsóknir, sem gerðar hafa verið á sálfræðilegum mismun kynþátta til þessa, hafa verið rannsóknir á greindarþroska. Tiltölulega fáar rannsóknir hafa verið gerðar á öðrum þáttum persónuleikans, svo sem tilfinningalífi og lífsviðhorfum. Astæðurnar til þessa eru m. a. þær, að greind er sá eiginleiki, sem við höfum nú tiltölulega nákvæm próf Lil að mæla. Til skamms tíma hafa próf lil að mæla aðra þætti persónuleikans verið ófullkomnari. Allra síð- ustu árin hafa þó orðið miklar framfarir á þessu sviði. Mikilvæg ástæða lil þess, að áherzla hefur verið lögð á greindarmæl- ingar í þessu sambandi, er lika sú, að greind er sálfræðilegur eiginleiki, sem við vitum að erfðir ráða tiltölulega miklu um. Ef við viljum svara spurningunni, hvort sálfræðilegur mismunur kynþátta sé erfður eða áunninn, verður fyrsl og fremst að athuga, hvort kynþáttamismunur sé á þeim eiginleikum, sem erfðir ráða miklu um. 1'ilgangslítið er að leita eftir kynþáttamismun með tilliti til eiginleika, sem mótast mest fyrir áhrif umhverfisins, ef við viljum komast að niður- stöðu um, hver sé eðlislægur mismunur kynþátta. Sálfrœdilegar rannsóknir Ameríski sálfræðingurinn, Otto Klinberg, hefur framkvæmt umfangs- mikla rannsókn til þess að komast eftir því, hvort börn svertingja væru verr eða betur gefin en börn hvítra manna. Þetta er ein hin vandaðasta rannsókn, sem hefur verið framkvæmd á greindarmismun kynþátta, og skal ég því lýsa henni nánar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.