Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Side 66

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Side 66
256 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Hann heyrir að glugga er hrundið upp í einu húsinu handan við þjóð- veginn. Hann sér kvenmannshöndina, sem opnaði gluggann, hverfa afl- ur inn fyrir og gluggatjöldin hærast fyrir morgungolunni. Hann fær hjartslátt. Jóna er þá komin á fætur svona snemma, hugsar hann með sér. Flug- vél flýgur lágt hjá og yfirgnæfir allan annan hávaða. Ashjörn heyrir livorki né finnur til sjálfs sín nejna hjartans, það hamast í brjósti hans. Flugvélin fjarlægist og sumarloftið fyllist aftur sínum fyrri hljóðum og hljómum. Hann starir enn á gluggatjiildin, sem bærast fyrir opnum glugganum. En nú er úlidyrunum hrundið upp og út kemur ungur, ó- breyttur amerískur hermaður. Þetta er laglegur maður með fremur langt andlit, dökkhærður og fínlegur. Hann er léttur í spori, og í svo góðu skapi, að hann kemur varla við jörðina, þegar hann gengur eftir stétt- inni. Hann svífur áfram. Og hann er ekki alveg á því að opna hliðið svona léttur og liðugur, ó, nei. Þegar hann nálgast hliðið tekur hann undir sig stökk og hendist yfir það. Það er nú meíra, hvað hann getur verið léttur á sér, þessi ameríski piltur. Jóna stendur hálfklædd í gætt- inni og veifar til hans um leið og hann stekkur upp á þjóðveginn. Hann brosir til hennar á móti og líður áfram í sæluvímu eftir þjóðveginum. Ásbjörn hættir við skerpukjötið, lætur það, sem eftir er, niður í kofortið sitt og flýtir sér í fötin. Jóna er vistarstúlka þarna í húsinu á móti, og hefur forstofuherbergið út af fyrir sig. Hún er tuttugu og tveggja ára gömul, ástríðufull, brún- hærð og smáfríð. Ekki er hægt að segja, að hún sé feit, en fremur há og þéttvaxin. Ásbjörn hefur klætt sig og er staðráðinn í því að fara yfir götuna til Jónu og leiða henni það fyrir sjónir, að svona háttalag sé ekki hollt fyrir stúlku á hennar aldri og allra sízt hana. Hann ætlar einnig að segja henni hver hann er. Það hefur hann ekki gert ennþá, þó hann sé búinn að þekkja hana og heilsa henni í næstum heilt ár. Hann ætlar að segja henni, að hann sé hundrað prósent Norðurlandabúi. Það er að segja, tuttugu og fimm prósent íslendingur, tuttugu og fimm prósent Dani og tólf og hálft prósent af hverjum, Norðmanni og Svía, Finna og Færey- ingi. Samtals eitt hundrað prósent Norðurlandabúi. Já, þetta var hann búinn að draga of lengi að segja henni! Hann er fullklæddur og flýtir sér niður og út. Þegar hann kemur að hliðinu hand-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.