Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Side 71

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Side 71
GJAFIR ELSKHUGANNA 261 Hann tekur upp eina gosdrykkjaflösku og réttir henni. Hann nær í bolla í kistunni og réttir henni einnig. Nei, ég vil ekki bollann. Eg ætla að drekka úr flöskunni. Hún sýpur einn sopa af appelsínuvatninu, en ætlar varla að geta haldið honum niðri. Henni varð svo skyndilega flökurt af því að sjá bollann, sem hann rétti henni. Bollinn hafði auðsjáanlega verið mikið notaður, en ekki ver- ið þveginn í marga mánuði og var þess vegna farinn að barka að innan. £r eitthvað að þér, Jóna mín? spyr hann. Mér er svo flökurt, Ásbjörn, ég verð að fara. Hún leggur flöskuna frá sér, stendur upp, tekur kápuna sína og er óðara horfin út úr dyrunum. Ekkert virðisl geta stöðvað hana. Ásbjörn horfir á eftir henni vonsvik- inn. Hann getur ekkert sagt. Næstu daga á eftir forðast hún hann og hættir meira að segja að lieilsa honum á förnum vegi. Hann fer að hugsa um það, hverju fram- koma hennar sæti. Hann vissi ekki til, að hann hefði gert neitt á hluta hennar. Hann verður óánægður með lífið og það er ekki laust við, að hann verði önuglyndur og jafnvel fúll við fólk, sem ekkerl hefur gert á hluta lians. Hann hæltir meira að segja að hugleiða íslenzka sólarlagið, sem hann sjálfur hafði ujjpgötvað. Einn morgun, nokkrum vikum síðar, uppgötvar hann hvers vegna Jóna er svona afundin við hann. Hann er viss um, að henni hefur orðið flökurt af lyktinni af skerpukjötinu, þessi lykt, þó hann fyndi hana ekki, hefur flæmt hana í burtu frá mér, hugsar hann upp frá þessu. Og hann verður svo hugfanginn af þessari uppgötvun sinni, að hann fer ósjálfrátt að hugsa um hinn sérkennilega gang sólarinnar og ásetur sér að eyða lyktinni úr herberginu. Einn dag eftir hádegi gengur hann fyrir verkstjórann og biður hann um frí úr vinnunni. Verkstjórinn vísar honum til Bentons hershöfðingja, sem réð öllu þarna við herskálabyggingarnar. Ásbjörn gengur fyrir Benton liershöfðingja. Benton situr við skrifborð sitt í einum skálanum. Hann er miðaldra, dökkur yfirlitum, fremur hár. Andlitsdrættir hans eru skarpir og kaldir eins og á flestum hershöfðingjum. Benton er með sann- kallað járnandlit. Hann er margra barna faðir frá London. Á skrifborð- inu eru myndir af fjölskyldu hans. Benton skilur dálítið í íslenzku. Hann leyfir Ásbirni að fara frá vinnunni í þetta sinn, en segir honum að slíkt fáist ekki aftur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.