Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Qupperneq 96

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Qupperneq 96
286 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR stjórnmálaskoðana og skrifuðu af kappi, verkamenn og vinnukonur, búð- arlokur, húsfreyjur, kontóristar og kennarar, og eftir fáa fyrirlestra liafði slíkur eldlegur áhugi gripið söfnuðinn, að jafnvel hispursmeyjar breyttu sauma- klúbbum sínum í lestrarkvöld og pældu í gegnum Upphaf allsherjarríkis á Is- landi eftir Konrad Maurer, íslenzkar fornsögur og fornkvæði og marxísk vís- indarit eins og Uppruna fjölskyldunn- ar eftir Engels. Eg gat ekki að því gert, að stöðu minnar vegna varð ég dálítið afhrýðisamur við kennarann, þegar ég sá þetta fólk, sumt úr' yztu úthverfum bæjarins brjótast upp á Þórsgötu, hvernig sem viðraði, jafnvel þótt stræt- isvagnar kæmust varla um göturnar sök- um ófærðar. Menn hafa látið í það skína, að íslenzk æska kynni lítt að meta menningararf þjóðarinnar í hók- menntum og sögu, en þennan vetur varð ég sannfærður um, að svo er ekki, ef vel er á haldið. Hér sátu á sama bekk og ég, að því er virtist venjulegt kven- fólk og faðmaði að sér fræðirit, sem ég hafði brotizt í gegnum endur fyrir löngu og margir stúdentar í íslenzkum fræðum sniðganga, þótt þau eigi að vera þeim skyldukenning. Þegar tím- inn var úti, dreifðist hópurinn, en yngri kynslóðin lagði oft leið sína á kaffihús. Þar gat að hlýða á nýstárlegar umræð- ur og andvörp yfir snilli kennarans. Um veturinn hófust umræður um það, að nauðsynlegt væri að gefa þessa fyrir- lestra Einars Olgeirssonar út; en hvern- ig mátti það verða? Hann hafði þá ekki skrifaða, og sagðist aldrei mega vera að því að semja bók um þetta efni, enda algjörlega ófær til þess!!! Hann kvaðst einungis vilja benda okkur á að leggja aukna rækt við íslenzkan menn- ingararf, því að hann væri sannfærður um, að verkalýðsstéttinni og alþýðu manna væri fátt nauðsynlegra á vorum tímum en gera baráttuarf íslenzkrar þjóðarsögu að snörum þætti í sínu eig- in lífi. Ef hann hefði flutt þessa fyrir- lestra fyrir alþjóð í ríkisútvarpið, þá hefðu þetta verið rök, en fundarsalur- inn okkar rúmaði fáa, en við vorum sannfærð um, að margir vildu hlýða. Ritari var þá fenginn til þess að skrifa erindin niður, en síðan hefur Einar unnið úr þeim, og nú eru þau komin út í bókarformi undir heitinu Ættasam- félag og ríkisvald í þjóðveldi Islend- inga. Ritið er eitt af kjörbókum í þriðja bókaflokki Máls og menningar. Höfuðgildi þessarar hókar felst í því, að háskólagenginn, bókamenntafróður maður, sem hefur áratugum saman stundað þjóðfélagsvísindi og staðið í fremstu röð verkalýðshreyfingarinnar, beitir hér þekkingu sinni og lífsreynslu við skýringar á því fyrirbrigði, sem við nefnum íslenzka menningu eða íslenzk- an menningararf. Þetta er eitt nýstár- legasta rit, sem út hefur komið um þessi efni í fjölmörg ár, og ég ætla mér ekki þá dul að taka það til rækilegrar með- ferðar í þessu greinarkorni. I riti sínu rekur Einar þróun íslenzks þjóðfélags fyrstu aldirnar og sýnir, hvaða menningararf landnemamir höfðu með sér yfir hafið. Fyrsti kaflinn fjallar um baráttu germönsku ættsveita- samfélaganna við rómverska yfirstétt- arríkið og hvernig sú barátta endur- speglast í hugmyndum og skáldskap. Þar neytir Einar klassiskrar menntunar sinnar, og honum svíður, að kappar ger- manskra hetjusagna, varðveittra á ís- landi, verða hornreka í heiminum fyrir hetjum grfskra ættasamfélagsins „jafn-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.