Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Side 100
290
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
hennar upp frá þeirri stundu og allt til
síðustu áratuga, og nú hefur saga síð-
ustu ára rifjað upp þá sögu á nokkuð
harkalegan hátt.“ Við þetta vildi ég
bæta, að íslendingum væri Sturlunga-
öldin hugstæðari flestum öðrum skeið-
um sögunnar, af því að snjallasta sam-
tíma sagnfræðirit íslenzkt fjallar um
þetta tímabil.
Á efri árum ræðst sagnfræðingurinn
Sturla Þórðarson (d. 1284) í það stór-
virki að setja saman og semja íslands-
sögu. Hann hefur verkið á ýtarlegri frá-
sögn af landnámsmönnum, Sturlubók
Landnámu, tengir hana við Kristnisögu,
sem hann hefur sennilega samið sjálfur,
en hún fjallar um kristnitökuna og
fyrstu biskupana. Þá kemur mikið safn-
rit um höfðingja 12. og 13. aldar, og
þekkjum við það undir nafninu Sturl-
unga. í Sturlungu eru ýmsar sögur eftir
marga höfunda, en Sturla Þórðarson á
þar viðamestu frásögnina, íslendinga-
sögu, um atburði Sturlungualdar, en í
þeim atburðum öllum á hann meiri og
minni þátt.
Sturlunga er erfið bók aflestrar. Hún
fjallar um stórkostlega atburði, og er
talið, að þar komi um 2500 manns við
sögu. Saga 13. aldar verður aldrei sögð
betur en þar er gert, af því að þar fjalla
samtíma menn um málin, að því er virð-
ist á mjög raunsannan hátt. Ritið skipar
þess vegna virðulegan sess meðal sagn-
fræðiverka allra alda og allra þjóða.
Það grípur lesendur yfirleitt því fastari
tökum sem þeir lesa það betur, en hlut-
skipti flestra dvrkenda Sturlungu hefur
hingað til verið á þá leið, að þeir hafa
drukknað í mannfræði, ekki séð skóginn
fyrir trjánum. í íslandssögum síðari
tíma hefur 13. öldin oftast skipað óeðli-
lega mikið rúm, af því að höfundar hafa
fallið í þá freistni að endursegja Sturl-
ungu án þess að vega og meta mikilvægi
einstakra atburða.
1 fyrra gaf ég út bók, íslenzka þjóð-
veldið, og reyndi þar að hafa nokkuð
annan hátt á en áður hafði tíðkazt; gera
eins konar uppreist gegn ofurvaldi hins
mikla sagnfræðirits og skenkja atburð-
um Sturlungaaldar eins knappt rúm og
frekast var unnt. Bókin er 319 síður, en
af því lesmáli er f jallað um Sturlungaöld
á 20 síðum. Verið getur, að ég hafi
syndgað upp á náð Sturlungu með því
að gera þessu stórfellda tímabili of lítil
skil, en mér hefur gengið illa að komast
að kjarna málsins, greina þar fróðleik
frá sagnfræðilega mikilvægum atburð-
um. Væri ég núna að semja rit um þetta
tímabil, yrði kaflinn um Sturlungaöld
allmiklu ýtarlegri. Ástæðan er hið nýja
rit Gunnars Benediktssonar um örlaga-
þætti Sturlungaaldar. Þar hefur hann
fundið rauðan þráð, þar sem aðrir sáu
einungis gráa, margslungna uppistöðu.
Allt það, sem ég hef lesið og lært um
sagnfræði þessa tímabils, hefur verið
þrungið af fróðleik án verulegs, póli-
tísks innsæis. Atburðimir standa flestir
í skýru Ijósi snjallra frásagna samtíma-
manna, en þó er eins og höfundarnir
kveinki sér stundum við að segja af-
dráttarlaust alla söguna eins og hún
gekk til. Ilöfundar Sturlungasafnsins
voru bundnir af alls konar viðhorfum
síns tíma, svo að þeir freistuðust til að
sleppa úr frásögn sinni atriðum, sem
komu sér persónulega illa fyrir þá síð-
ar. Þetta á ekki sízt við um aðalhöfund-
inn, Sturlu Þórðarson.
Mikilvægasti atburður Sturlunguald-
ar eru eiðatökurnar á alþingi 1262. Frá
þessum atburði og aðdraganda hans um
vorið er sagt á þann hátt, að sagnfræð-