Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Blaðsíða 101
UMSAGNIR UM BÆKUR
291
ingar síðari tíma hafa verið mjög á báð-
um áttum um ýmis vegamikil atriði.
Stóðu Vestfirðingar með konungsvald-
inu eða voru þeir á móti því? Hvers
vegna riðu þeir ekki til alþingis? Til
hvers báðu þeir Austfirðinga og Rangæ-
inga að fjölmenna á þingstaðinn, en
engir komu? Gunnar greiðir úr þessum
spurningum á mjög rökfastan hátt.
Hann rekur sögu fyrirferðarmestu
manna tímabilsins og kemst að þeirri
niðurstöðu, að innan íslenzkrar höfð-
ingjastéttar hafi verið sterkir menn að
verki, sem reyndu markvist að byggja
upp sjálfstætt ríkisvald á íslandi. Snorra
Sturluson telur hann að hafi dreymt „um
franihald á samveldi bændahöfðingj-
anna og endurreist þess“, en Sturlu
Þórðarsonar aðalforingja þeirra, sem
vilja koma upp eins konar íslenzku ein-
veldi. Af kaflanum um Snorra má ráða,
að Gunnar hafi sérstaka ritgerð eða bók
í smíðum um hann. Snorri hefur af ýms-
um verið talinn eitt fyrsta og helzta
handbendi konungsvaldsins, en eftir því
sem ég kynnist betur sögu hans og verk-
um, finnst mér sú skoðun fráleitari.
Stjómmálastefna Snorra er mér hins
vegar ekki fyllilega ljós, enda hef ég
ekki ennþá gefið mér tíma til að fara í
gegnum rit hans eingöngu í því skyni að
grafast fyrir um það efni. í þessu riti
liggur Gunnari þyngra á hjarta að
hrekja tilhæfulitlar kenningar um land-
ráðamanninn Snorra en draga skýrt
fram stjórnmálamanninn Snorra Sturlu-
son. Hann segir að vísu á bls. 32, að
Snorri hafi ekki verið stjómmálamaður,
en mér er ekki fyllilega Ijóst, við hvað
hann á með þeirri fullyrðingu. Ég býst
við, að hann ætli að gera Snorra ræki-
legri skil í annarri bók, en vil benda
honum á, að hann er maður með 12. ald-
ar menntun; það má hér um bil segja,
að hann sé 12. aldar maður. Þessi öld er
mikið gróskuskeið í Evrópu, og nú á
síðustu árum hafa skoðanir fræðimanna
á menningarsögu þessa tímabils skýrzt
allmjög. Sá, sem ætlar að skýra Snorra
til hlítar verður því að leita víða fanga.
Einna ferskasti kaflinn í riti Gunnars
fjallar um Sturlu Þórðarson. Sá kafli
einn fyrir sig er að mínu viti afrek í
rannsóknum á Sturlungaöld. Sturla
Þórðarson, sagnfræðingurinn mikli,
stendur óvíða í broddi fylkingar, svo að
athygli manna hefur löngum beinzt
fremur að öðrum, sem meira bar á. En
Gunnar sýnir fram á það, að Sturla
muni hafa átt drýgstan þátt í því að
skipuleggja andspyrnuna gegn erlendu
konungsvaldi. Hjá honum er Sturla kom-
inn í fylkingarbrjóst, raunsær og djúp-
vitur, þótt hann sé jafnan fremur föru-
nautur en fyrirliði í orði kveðnu.
Rit Gunnars er þess eðlis, að það opn-
ar ný viðhorf til efnisins og nýja innsýn
í atburði Sturlungaaldar.
Sagnaritun okkar á síðari tímum er
oft í einhverjum leiðinda afsökunartón.
Þar er reynt að kenna öðrum en íslend-
ingum sjálfum um, hvemig fór. Hákon
gamli er gerður að bölvaldi á 13. öld,
þótt hann rísi varla undir því persónu-
lega að vera slíkur stjórnmálagarpur
sem íslenzkir sagnfræðingar vilja vera
láta. Afsökunartónninn er lítt karlmann-
legur, og fornt méltæki segir, að hver sé
sinnar gæfu smiður. Þess er okkur hollt
að minnast við rannsóknir á vandamál-
um íslenzkrar sögu. Gunnar stingur við
fótum á þessu sviði og leiðir fram gang
málanna í ljósi íslenzkrar þjóðfélags-
þróunar án þess þó að gleyma persónu-
legri ábyrgð einstaklinganna, því að rit
hans er að miklu leyti saga þeirra