Tímarit Máls og menningar - 01.12.1954, Qupperneq 106
296
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
ar ekki aðeins á fólk til að njóta þess
að heyra það tala. heldnr einnig til að
þekkja það og læra að tala við það.
Hann leitar þangað sem fólkið er að
finna, þar eru hans fiskimið. Hann fer
út á götuna, þar sem börnin leika sér,
hann gefur sig að skurðgreftri að vetr-
arlagi, hann er við fiskiveiðar á mótor-
bátum í Bugtinni, og á togurum fer
hann alla leið til Grænlandsstranda.
Þegar hann segir svo frá þessum ferð-
um sínum og störfum, þá stafar gleði og
lífsnautn af hverri setningu, af því að
hann er með hamingjusömu fólki, sem
stendur við frumstæðustu og hversdags-
legustu skyldustörfin í þjónustu lífsins.
Þessu fólki helgar hann svo frásagnar-
list sína, finnur þess eigin tungutak óma
í sál sinni og gefur því það aftur í frá-
sögnum sínum, enn hreinna og list-
rænna.
Við lesum vart nokkra þá grein eftir
Jónas í blaði eða tímariti, sem við ekki
óskuðum að eiga í safni annarra rit-
gerða hans í bók í bókaskápnum okkar.
Við erum þakklát Máli og menningu fyr-
ir þessa bók og vildum mega eiga von á
annarri, áður en langir tímar líða. Og
þó teljum við okkur það enn meira virði
að sjá sem oftast nvja ritgerð eftir hann
í blaði eða tímariti. Þótt greinar hans
séu undralíkar hver annarri að frásagn-
arblæ og öðrum veigamiklum atriðum,
þá er sízt að óttast skort á fjölbreytni
og nýmælum með Iiverri grein. Hann er
í nánari tengslum við mannlífið, örlög
þess og baráttu, en svo, að hætta sé á
stöðnun og endurtekningum. Því hvað
býr yfir meiri f jölbreytni en hið tilbreyt-
ingalausa líf hversdagsins? Og hvað
býður lífið sérkennilegra og frásagnar-
verðara en hinn hversdagslega mann?
Gunnar Benediktsson.
íslenzk nútímaljóS á ítölsku
Hingað hefur borizt kverkorn sem
lætur ekki mikið yfir sér að ytra útliti.
en sætir þó nokkrum tíðindum: Poeti
Islandesi modemi. Versioni di Giacomo
Prampolini. Milano 1954. Þýðandinn er
víðkunnur ítalskur rithöfundur og bók-
menntafræðingur, sem m. a. liefur ritað
langt mál um íslenzkar hókmenntir í
stórri alþjóðlegri bókmenntasögu sem
nýlega er komin út og auk þess þýtt
talsvert úr íslenzku. Má lesa um hann í
Árbók Landsbókasafnsins 1950—51, bls.
206—8. Kvæðin í þessari bók erti öll
þýdd beint úr íslenzku og flestöll tekin
úr safni þeirra Kristins E. Andréssonar
og Snorra Hjartarsonar, Islenzk nútíma-
lýrikk. Þarna em þýdd 30 kvæði eftir
23 skáld, öll ort á þessari öld. Skáldin
eru þessi: Jóhann Sigurjónsson, Siguið-
ur frá Arnarholti, Hulda, Jóh. G. Sig-
urðsson, Orn Amarson, Jónas Guðlaugs-
son, Stefán frá Hvítadal, Jakob Smári,
Þórhergur Þórðarson, Davíð Stefánsson,
Sigurður Grímsson, Jóhann Jónsson.
Jór Magnússon, Jón Thoroddsen, Jó-
hannes úr Kötlum (2), Jón Helgason,
Tómas Guðmundsson (2), Halldór Kilj-
an Laxness, Guðmundur Böðvarsson
(2),Snorri Hjartarson (2),Steinn Stein-
arr (4), Jón úr Vör, Jón Óskar. (Tölurn-
ar í svigum merkja kvæðafjölda þeirra
skálda sem fleiri kvæði eiga en eitt.)
Þýðingarnar virðast mjög nákvæmar, en
um skáldskapargildi þeirra í augum í-
talskra lesenda get ég ekki dæmt. ítalsk-
ur ktinningi minn hefur þó í mín eyru
lokið á kvæðin lofsorði og kallað þatt
góðan skáldskap. Slíkir menn sem dr.
Prampolini eru íslendingum þarfari en
rnargan gmnar, og megtint við vera hon-
ttm þakklátir fyrir þetta verk engu síður
en hin fyrri. /. B.