Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Síða 3

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Síða 3
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR • 21. ÁRG. • DES. 1960 • 5. HEFTI TIL FÉLAGSMANNA MÁLS OG MENNINGAR Fyrir skömmu er komin út fyrri félagslxik Máls og menningar á þessu ári, Mannkynssaga 1789—1848 eftir Jón Guffnason. Væntanlega er hún nú komin til flestra umboðsmanna úti um land. Enda þútt bókin birlist nokkru seinna á árinu en uppbaflega var ráðgert, má ætla að hún verði aufúsugestur mörgum félagsmanni. Það verður að segja hverja sögu eins og hún gengur: útgáfu Mannkynssögu Máls og menningar hefur miðað miklu hægar áfram en æskilegt hefði verið og félagsstjórn hefði kosið. Að gefa út vandaða mannkynssögu var eitt af þeim verkefnum sem Mál og menning setti sér þegar á fyrstu árum sínum. Flestum mun líka koma saman um að vel hafi verið af stað farið með fyrstu tveim bindunum, sem Ásgeir Tfjartarson er höfundur að og komu á prent 1943 og 1948; þær bækur hafa hlotið lof bæði leikra og lærðra. En nú hafa liðið 12 ár án þess að nýtt bindi hafi bætzt við og stjórn Máls og menningar er fús til að viður- kenna að það er óhæfilega langt hlé. Þegar útgáfan er nú hafin á nýjan leik, her að gela þess að hin upprunlega áætlun hef- ur hreytzt allmikið á þessum árum. Það var ætlunin, þegar fyrsta bindið kom út, að Mann- kynssagan yrði alls sex bindi, og ennfremur var ráðgert að hún yrði samin aðeins af tveim mönnum: Ásgeiri Hjartarsyni og Sverri Kristjánssyni. Nú hefur hinsvegar verið ákveðið að fela fleiri mönnum að rita verkið, en i öðru lagi liefur komið í ljós við nánari athugun að sex hindi væru of þröngur rammi fyrir ítarlega mannkynssögu. Er nú miðað við að ritið verði 8—10 bindi, en þar af verður eitt helgað forsögunni. Meðal þeirra ungu fræðimanna sem tekið hafa að sér að semja eitt eða fleiri hindi af Mannkynssögunni samkvæmt hinni nýju áætlun eru Björn Þorsteinsson, Bergsteinn Jónsson, sem mun fjalla um tímabilið frá miðri 17. öld til 1789, og Þorkell Grímsson, er rita mun bindið um forsöguna. Jón Guðna- son, höfundur þess hindis sem er nýkomið út, mun einnig taka að sér næsta bindi í röð- inni: um síðari hluta 19. aldar og byrjun hinnar 20. Einhverjir félagsmanna hefðu sjálfsagt heldur kosið að Mannkynssagan væri gefin út í réttri tímaröð, og má til sanns vegar færa að það væri ákjósanlegast. En engan baggamun ríður það þó, enda er hinn hátturinn oft hafður á um útgáfu ritverka sem þessa, er nokkrir höfundar skipta á milli sín. Ritstjóm Tímaritsins hyggur reyndar að óhætt sé að lýsa því yfir fyrir hönd stjórnar Máls og menningar að hún sé hreykin af að hefja á ný útgáfu Mannkynssögunnar einmitt með þessari bók. Það er bæði, að fá tímabil er nauðsynlegra að þekkja til að skilja vora tíma en það skeið sögunnar sem fjallað er um í þessu bindi, og hitt, að höfundimim liefur tekizt að gera hinu stórfenglega efni þau skil í lifandi frásögn og ljóslega niðurskipaðri, að vart verður á betra kosið, þegar tekið er tillit til þess að honum eru óhjákvæmilega settar skorður af stærð og sniði verksins. 337 22
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.