Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Page 4

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Page 4
TIMARIT MALS OG MENNINGAR Utgáfa Mannkynssögunnar gefur tilefni til að víkja fáeinum orðum að skipulagi Máls og menningar. Því er ekki að leyna að félagsmenn virðast hafa nokkuð skiptar skoðanir um það hvemig starfsemi félagsins skuli háttað. Sumir þeirra virðast helzt kjósa að fá Tímaritið eitt fyrir félagsgjaldið og eiga kost á að kaupa aðrar bækur eftir frjálsu vali, því þeir vilja ekki eins og þeir segja „láta aðra velja fyrir sig bækur“. Oðrum aftur á móti finnst að Mál og menning ætti að gefa út fleiri félagsbækur, þeir álíta að bækurnar eigi að sitja í fyrirrúmi fyrir Tímaritinu, sem þeir líta ekki á sem bók, heldur sem nokkurs- konar aukagetu og ofanálag. Stjóm Máls og menningar vill gjarnan gera félagsmönnum til geðs, en það er augljóst að báða þessa hópa sem nú voru greindir er erfitt að gera alveg ánægða í senn. En annars- vegar má minna þá sem finnst bókaútgáfan of lítil á það, að árgjaldið nemur nú varla meira en verði einnar vænnar bókar, og að Tímaritið eitt út af fyrir sig er á þessu ári 424 síður, en Tímaritið og Mannkynssagan til samans 792 síður. — Við þá sem vilja helzt vera lausir við að láta aðra velja fyrir sig bækur, má hinsvegar segja þetta: Stjórn Máls og menningar lítur að vísu á útgáfu Tímaritsins sem höfuðnauðsyn, — sem lífæð félagsins ef svo mætti komast að orði. Hún viðurkennir einnig í verki óskir félags- manna um að velja sjálfir bækur sínar, með því að gefa þeim kost á að kaupa hverja sem er af útgáfubókum Heimskringlu með vildarkjörum. En hún álítur að það sé ekki nóg. Hún álítur að sumar bækur beri henni skylda til að láta öllum félagsmönnum í té. Máski láta sumir félagsmenn sér fátt um finnast þó Mál og menning hafi á rúmlega tuttugii ára ferli sínum fært þeim ágætt úrval nútímaskáldsagna frá ýmsum löndum. Má vera að til séu meðal þeirra menn sem finnst lítill akkur í þeim þýddu fræðibókum sem félagið hefur gef- ið út. En tvær tegundir bóka hefur Mál og menning gefið út sem menn ættu að vera sam- mála um að eigi erindi til allra félagsmanna: í fyrsta lagi nokkur úrvalsrit íslenzkra bók- mennta í vönduðiim útgáfum, í öðrti lagi frumsamdar fræðibækur og yfirlitsrit. Slíkar bæk- ur eru ekki alltaf til taks, en enn skortir til dæmis alþýðleg yfirlitsrit á íslenzku um marg- ar fræðigreinar, og þegar stjórn Máls og menningar á kost á þeim eða getur fengið menn til að semja þau, þarf hún að geta komið þeim til allra félagsmanna. Mannkynssagan er eitt slíkt rit. Vönduð mannkynssaga við hæfi nútímalesenda hefur hingað til ekki verið til á íslenzku. Og enda þótt liver sem kann erlend mál geti fengið sér góðar bækur um almenna sögu, þá er engan veginn vansalaust fyrir þjóð sem vill vera sjálfstæð menningarþjóð að veita ekki þeim sem litla þekkingu hafa á erlendum málum sem jafnasta aðstöðu og hin- um. Æskufólk sem enn hefur ekki tileinkað sér neina erlenda tungu má ekki heldur undan skilja, og vonandi á Mannkynssaga Máls og menningar eftir að verða mörgum álmgasöm- um unglingi góður lestur. Ekkert er reyndar glöggara merki um menntunarleysi en van- þekking á almennri sögu, og liins má líka minnast að söguþekking hefur löngum verið tal- in biturt vopn í hendi þess sem beita kann. Að svo mæltu leyfir ritstjórn Tímaritsins sér að biðja félagsmenn Máls og menningar að njóta vel góðrar hókar. * * # Ath. Af ástæðum sem stjórn Máls og menningar ræður ekki við getur síðari félagsbók þessa árs: Myndlist, Paul Cézanne ekki komið út fyrr en í febrúar. Þá kemur út um leið önnur myndlistarbók Máls og menningar, Velazquez, sem verður fyrri félagsbók næsta árs. 338

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.