Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Qupperneq 6

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Qupperneq 6
TIMARIT MALS OG MENNINGAR rödd lr . . . gegnum hávaðann, þegar hann var að skipa fyrir. Og allt í einu heyrði ég hræðileg vein, rétt hjá, vafalaust úr herberginu andspænis. Það var verið að pynda einhvern. Það var kona. Og ég þóttist þekkja rödd Gilberte. Það var ekki fyrr en nokkrum dögum seinna að ég vissi að mér hafði skjátl- azt. Pyíidingar stóðu yfir til morguns eða framundir það. Gegnum þilið heyrði ég óp og kveinstafi, sem köfnuðu í klæðisdulum, formælingum eða höggum. Eg varð þess brátt áskynja, að þessi nótt var ekkert einsdæmi, heldur venjuleg nótt í þessu húsi. Kvalaópin voru hluti af vanalegum hávaða í þessum stöðv- um og enginn fallhlífahermannanna veitti þeim lengur athygli. En ég held þar hafi enginn fangi verið, sem ekki hafi grátið eins og ég af hatri og auð- mýkingu, þegar hann heyrði í fyrsta sinn óp þeirra sem verið var að pynda. Ég var milli svefns og vöku. Ég sofnaði ekki til fulls fyrr en undir morgun, og ég vaknaði mjög seint, þegar fallhlífahermaðurinn frá kvöldinu áður færði mér heita súpu: fyrstu máltíðina frá því á miðvikudag. Ég lapti nokkrar skeiðar með erfiðismunum: varir, tunga og gómur voru enn særð eftir raf- magnsþráðinn. Bólga var hlaupin í önnur sár, brunabletti í nára, á brjósti og á fingrum. Fallhlífahermaðurinn losaði af mér handjárnin og ég komst að raun um að ég gat ekki lengur hreyft vinstri höndina. Hún var tilfinningalaus og stíf. Hægri öxl mín var svo aum að ég gat ekki lyft handleggnum. $íðla dags sá ég böðla mína aftur. Það var eins og þeir hefðu mælt sér mót i klefa mínum. Þeir voru þar allir: hermenn, liðsforingjar og tveir borgara- klæddir, sem ég hafði ekki séð áður. Þeir tóku að ræða saman eins og ég væri ekki viðstaddur. „Svo hann vill ekki tala?“ sagði annar borgarinn. „Við höfum nógan tíma,“ sagði höfuðsmaðurinn. „Þeir eru allir svona fyrst. Það getur tekið einn mánuð, tvo mánuði, þrjá mánuði, en hann talar.“ „Hann er af sömu tegund og Akkache eða Elyette Loup, sagði hinn. Það, sem hann vill, er að vera „hetja“, fá svolitla plötu á vegg eftir nokkur hundruð ár.“ Þeir hlógu að skopi hans. Hann sneri sér að mér og sagði: „Það er búið að fara laglega með þig.“ „Það er honum sjálfum að kenna,“ sagði Cha ... „Honum er sama um allt,“ sagði Ir ... „konuna sína, krakkana sína, hon- um þykir vænna um flokkinn.“ Hann hafði stigið öðrum fæti ofan á mig eins og á fórnardýr, síðan bætti hann við, eins og hann myndi skyndilega eftir því: „Veiztu að krakkarnir 340
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.