Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Side 10

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Side 10
TIMAKIT MALS OG MENNINGAR „Hann mundi sjálfsagt láta miða í póstkassann minn, en hann hefur enga ástæðu til þess.“ Ég barðist um í þessu kveljandi samtali, og þrátt fyrir inngjöfina hafSi ég alltaf nógu mikla meSvitund til aS standast hrottunum snúning. „HeyrSu!“ byrjaSi hann aftur. „Ég hef felustað handa X . . ., ég má til að ná í hann. Ef þú hittir hann, geturðu þá komið mér í samband við hann?“ „Ég lofa engu,“ sagði ég. „Ég get ekki ímyndað mér að ég hitti hann.“ „Jæja, en ef hann kæmi af tilviljun, hvernig gæti ég þá hitt þig?“ i „Hvar býrðu?“ spurði ég. „Við Michelet-götu 26, þriðju hæð til hægri. Þú spyrð eftir Marcel.“ „Agætt,“ sagði ég. „Ég legg það á minnið.“ „Nei, það dugar ekki. Ég er búinn að segja þér heimilisfang mitt, þú verður að segja mér þitt, þú verður að sýna mér traust.“ „Jæja, svaraði ég enn, ef þú vilt, þá getum við hitzt við hliðið á Galland- garði, eftir hálfan mánuð, kl. 13. Ég er farinn, ég kæri mig ekki um að slæpast um göturnar.“ „Er það nálægt Galland-garði, sem þú býrð? Segðu mér heimilisfangið þitt,“ sagði hann enn einu sinni. Eg var uppgefinn og vildi ljúka þessu, jafnvel þótt ég yrði að vera ókurteis: „Þú ert óþolandi,“ sagði ég, „vertu sæll.“ „Vertu sæll,“ sagði hann. Hann hinkraði við, eflaust til að fullvissa sig um að ég væri alveg sofnaður, og ég heyrði hann hvísla að einhverjum nálægt mér: „Það er ekki hægt að fá neitt meira út úr honum.“ Síðan heyrði ég þá rísa alla á fætur og ganga til dyra eins og að lokinni sýningu. Einn þeirra kveikti ljósið um leið og hann fór út, og í sama vetfangi vaknaði ég til fullrar meðvitundar. Þeir stóðu við dyrnar, nokkrir þegar komnir út, aðrir, svo sem Ir .. . og Cha ..., enn í her- berginu og horfðu á mig. Ég brýndi röddina eins og ég gat og öskraði til þeirra: „Þið getið komið aftur með kveikjuna, ég er tilbúinn, ég er ekki hræddur við ykkur!“ Læknirinn fór einnig út. Hann hélt á lítilli tösku í hendinni. Hann gaf þeim merki um að svara ekki. Áður en hann fór út úr herberginu, sagði hann við hjúkrunarmanninn: „Það er hætt við að hann verði dálítið slappur núna, gefið honum pillur.“ ÁSur en fallhlífahermennirnir tveir, sem höfðu flutt mig þangað, tóku mig aftur í umsjá sína, gerði hjúkrunarmaðurinn að sárum mínum og setti plástur yfir brunablettina í nára og á brjósti. Loks hjálpuðu þeir mér upp aftur og að klefa mínum. Þar tók annar þeirra upp tvær pillur og sagði: 344

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.