Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Side 11

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Side 11
RANNSÓKNIN „Gleyptu þetta!“ Eg tók við þeim, renndi þeim undir tunguna, drakk gúlsopa af vatni og sagði: „Þá er það búið.“ En þeir voru ekki fyrr komnir út úr dyr- unum en ég hrækti þeim aftur út úr mér. Sjálfsagt voru þetta ekki annað en meinlausar aspírínstöflur, en ég gat ekki lengur hugsað skýrt og ég var haldinn ógurlegri tortryggni gagnvart hverju sem var. Einkum spurði ég sjálfan mig, hvort þetta væri aðeins byrjunin á „aðferðunum“. Ég fann að ég var ekki lengur í eðlilegu ástandi: hjartað og æðarnar við gagnaugun slógu ógnarlega. Ég hafði mælt mér mót við „Marcel“. Þetta fóstur „pentótalsins“ varð holdi klætt. Mér hafði tekizt að svara ekki spurningum hans, en hvernig átti ég að komast undan honum næst? Ég fann að ég var með óráði. Ég sló mig utan- undir, kleip mig, til að fullvissa mig um að þetta væri ekki allt saman draum- ur. En ég var ekki fyrr kominn til sjálfs mín en ég varð aftur undirorpinn hræðslunni, sem lyfið hafði kveikt hjá mér. „Komið, þér eigið að flytja yður!“ Það voru leiðsögumennirnir tveir frá sjúkrastofunni. Það hlaut að vera töluvert framorðið, klukkan sjálfsagt 11 að kvöldi, og þar sem við gengum upp stigana upp á svalirnar, datt mér í hug að þeir ætluðu að fremja á mér „sjálfsmorð11. Ég var í því hugarástandi að það hafði engin frekari áhrif á mig að ígrunda á þessa leið: Ég hef ekkert sagt, þótt ég væri píndur, það gekk ekki með sprautunni, nú er allt búið. En við fórum niður stigann hinumegin og inn í hina bygginguna. Þar var ég látinn í myrkrastofuna (skápinn), sem ég hafði áður kynnzt. Hún hafði verið hreinsuð. Þar hafði verið látinn her- mannabeddi og hálmdýna. Meðan á þessu stóð dreifðust hugsanir mínar, en undireins og þeir voru farnir, sóttu sömu hugsanirnar á mig aftur. Ég spurði sjálfan mig, hvort ég væri ekki að missa vitið. Ef þeir héldu áfram að sprauta mig, mundi ég þá enn vera fær um að standast það eins og í fyrsta skiptið? Og ef „pentótalið“ léti mig segja það sem ég vildi ekki segja, þá hafði það verið til einskis að standast pyndingarnar. Dyrnar á skápnum til hægri voru opnar og þar inni var ein rúlla af kopar- vír. Vindaugað var opið og krókurinn ber. Ég hefði getað brugðið vír um hann, farið upp á beddann og síðan sparkað honum frá með fætinum. En ég hrinti frá mér hugsuninni um sjálfsmorð. Menn mundu halda, að ég hefði gert það af ótta við pyndingar. Ég velti því einnig fyrir mér hvort mér hefði ekki verið gefið þetta gullna „tækifæri“ af ráðnum hug, og ég minntist orða full- trúa M ..., sem sagði: „Þér eigið ekki annað eftir en fremja sjálfsmorð.“ Og á sömu stundu sem ég ákvað, að ég skyldi ekki drepa mig og að betra væri 345

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.