Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Blaðsíða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Blaðsíða 13
RANNSÓKNIN reiðakappa. Nokkrum dögum síðar sá ég hann rauðþrútinn og afskræmdan af hatri berja múhameðstrúarmann, sem var ekki nógu fljótur að koma sér niður stiga. Þessi miðstöð fallhlífahermanna var ekki aðeins píningarstaður fyrir Alsírbúa, heldur afsiðunarstaður fyrir unga Frakka. Að minnsta kosti einn fallhlífahermaður var þó ekki samþykkur því sem fram fór. Það var ungur maður, sem talaði sveitamál. Hann lauk upp hurðinni á klefa mínum um kl. 7 eitt kvöldið, þegar enginn var á göngunum. Hann var með poka í hendinni, en í honum voru kirsiber, súkkulaði, brauð og síga- rettur. Hann rétti mér það og sagði aöeins: „Hérna, takið við þessu. Afsakið mig, en hérna getur maður ekki talað.“ Og hann tók fast og snöggt í hönd mér áður en hann lokaði aftur á eftir sér. En Ir . . . hefur Ugglaust gefið fyrirskipanir, og ég sá engan upp frá því. Eg var færður í sjúkrastofuna næstu daga. Ég var með hjartslátt í fyrsta skiptið sem ég fór þangað aftur. Ég óttaðist að þeir mundu aftur sprauta í mig „pentótali“, en það var aðeins til að gera að sárum mínum, sem höfðust illa við. Ég var sprautaður með penisilíni, og í hvert sinn var skipt um um- búðir. Ég vissi að ég gat ekki dregið neinar ályktanir af þessum lækningum. Hvað sem öllu leið var það þeim í hag að græða mig. Það mátti ekki vera of af mér dregið, en ef þeir ákvæðu að taka mig af lífi, þurftu þeir að hafa „hreint“ lík, fyrir utan „eðlileg“ kúlnagöt, ef fram færi líkskoðun. Eftir því sem dagarnir liðu fór að glæðast hjá mér sú von, að almenningsálitinu tækist að hrífa mig úr klóm þeirra, en samtímis var ég viss um að þeir kysu heldur hneykslið, sem lát mitt ylli, en það hneyksli sem yrði af uppljóstrunum mín- um, ef ég lifði. Þeir hlutu að liafa vegið þetta og metið, því að einn fall- hlífahermaður hafði sagt við mig í háði, þegar ég var enn of máttfarinn til að rísa á fætur: „Það er leiðinlegt, þú hefðir getaö sagt frá nógu í lieila bók!“ Þeir reyndu enn að yfirheyra mig. Fyrst Cha . .., De . .. og einhver ókunn- ugur. Þeir létu mig koma inn í skrifstofuna, sem var á sömu hæð. Ég settist andspænis þeim og þeir lögðu í hundraðasta skipti fyrir mig sömu spurning- una, en kurteislega í þetta sinn. „Hvar gistuð þér nóttina fyrir handtöku yðar?“ „Ég hef þegar svarað þessari spurningu, þegar þið pínduð mig,“ sagði ég. „Svar mitt er, að ég mun ekki svara henni.“ Þeir brostu, en gengu ekki á mig. Þvínæst sagði De. ..: „Er herbergiö yðar leigt á yöar nafni? Þér getið svarað þessari spurningu. Ef þér geriö það ekki, segir dyravörðurinn okkur það. Þér hljótið að sjá, að þetta skiptir ekki máli.“ 347
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.