Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Qupperneq 14

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Qupperneq 14
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR „Spyrjið dyravörðinn, ef þið viljið, ég hjálpa ykkur ekki.“ Samtalið hafði ekki varað nema tvær eða þrjár mínútur, þegar Cha... fór aftur með mig í klefa minn. Nokkrum dögum seinna kom Ma. .. í heimsókn til mín, fulltrúi M.. . hers- höfðingja. Hann byrjaði á því að segja, án þess háð væri í röddinni, að hann gleddist að sjá mig hressari. Síðan lét hann móðan mása um stjórnmálastefnu foringjanna, sem höfðu tekið að sér að „friða“ landið: „Við munum ekki fara héðan.“ Það var aðalinntakið. Eymd Alsírbúa? Það þýðir ekki að ýkja neitt. Hann þekkti „innfæddan“, sem hafði 80.000 franka á mánuði. (Eftir þáver- andi gengi ísl. krónu um 3700 krónur.) „Nýlendustefna“? Það var orð, sem uppgjafarsinnar höfðu fundið upp. Já, það hafði átt sér stað ranglæti, en nú var því lokið. Pyndingar? Það er ekki hægt að reka styrjöld með kórdrengj- um. Stríðið væri löngu útkljáð, ef kommúnistar, frjálslyndir og „tilfinninga- söm“ blöð hefðu ekki æst menn upp gegn fallhlífahermönnunum og hindrað þá í „starfinu“. Ég hafði síður en svo löngun til viðræðna af þessu tagi. Ég sagði aðeins, að ég væri því feginn að Frakkland hefði aðra fulltrúa og önnur nöfn, sem því væri sómi að. Og síðan lét ég mér nægja að svara í háði öllum þessum venjulegu rökum nýlendustefnumanna. Loksins kom hann að erindinu. Þeir gerðu mér nýtt tilboð: ég var ekki leng- ur beðinn að svara spurningum, heldur aðeins að skrifa um álit mitt á nú- verandi ástandi í Alsír og framtíð landsins, og ég yrði látinn laus. Auðvitað neitaði ég. „Hversvegna?“ sagði hann. „Eruð þér hræddur um að það verði notað gegn yður?“ „I fyrsta lagi það,“ sagði ég. „Auk þess hef ég ekki í hyggju að hafa neina samvinnu við ykkur. Ef þið hafið áhuga á því, hvað ég og vinir mínir álítum um Alsírvandamálið, þá skuluð þið ná ykkur í Alger Républicain: þið hafið allt upplagið, því að blað ykkar Le Bled er nú gefið út í bækistöðvum okkar.“ Hann lagði ekki að mér, en vék við máli sínu og sagði allt í einu: „Ah! það er rétt, konan yðar kom í heimsókn til mín ásamt lögfræðingi. Þau spurðu mig hvort þér væruð ennþá á lífi.“ Síðan bætti hann við: „Það er sannarlega leið- inlegt. Ég hef samúð með yður og dáist að seiglu yðar. Ég ætla að taka í hönd yðar, það er ekki víst að ég sjái yður aftur.“ Þá var hlutverki hans lokið, og hann fór. Daginn áður en ég var fluttur til Lodi, mánuði eftir handtöku mína, var far- ið með mig inn í skrifstofu á neðri hæðinni. Kapteinn úr fallhlífaliði — út- lendingahersveitinni — beið mín þar: hárið var eins og á broddgelti, langt ör 348
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.