Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Síða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Síða 15
RANNSÓKNIN á skarpleitu andlitinu, varirnar samanbitnar og illilegar, augun Ijós og útstæð. Eg settist gegnt honum og hann reis samstundis á fætur: Hann sló mig í and- litið svo ég féll á gólfið, en gleraugun, sem ég hafði fengið aftur, hrukku af mér. „Viltu strjúka af þér þennan ósvífna munnsvip?“ sagði hann. Lo.. . var kominn inn í herbergið og stóð við gluggann. Nálægð þessa „sér- fræðings“ kom mér til að halda, að pyndingar væru ekki langt undan. En kap- teinninn settist aftur um leið og ég reis upp af gólfinu. „Viltu sígarettu?“ sagði hann, og skipti snögglega um framkomu. „Nei, ég reyki ekki og ég óska eftir að þér þérið mig.“ Eg vildi ekki aðeins sýna, að ég léti ekki bilbug á mér finna, heldur vildi ég vita, hvað þeir hygðust fyrir: pyndingar eða „vinsamlegt“ samtal. Eg vissi að ég gat ráðið örlög mín af því hvort hann löðrungaði mig aftur eða sætti sig við athugasemd mína. Hann svaraði, að það skipti engu máli, og hóf að þéra mig. Eg spurði hvort ég mætti setja aftur upp gleraugun. Hann hélt að það væri til að muna betur eftir andliti hans: „Þér megið virða mig fyrir yður, ég er Fau. . . kapteinn, þér kannizt við mig, hinn frægi S.S.-kapteinn. Þér hafið heyrt hans getið?“ Sá, sem sat á móti mér, var Fau..., yfirmaður kvalaranna í Villu S. . ., grimmdarseggurinn, sem mönnum stóð sérstök ógn af. Hann hlýtur að hafa séð eftir því að hafa látið hatrið hleypa sér upp. Hann reyndi að tala rólega, og til að eyða því sem fyrst hafði gerzt, lét hann koma með tvær flöskur af bjór. Eg drakk hægt og hafði gætur á honum, því ég vissi ekki nema hann mundi greiða mér annað högg og brjóta flöskuna á tönnunum á mér. „Þér hljótið að hafa dálaglega skýrslu um mig, ha? Hvað ætlið þér að gera við mig, ef allt snýst við? En ég þori að leggja í áhættuna.“ Þá byrjaði hann á fyrirlestri um rithöfunda, listmálara, sem væru kommún- istar eða frjálslyndir, og um menntamenn almennt. Hann talaði af mikilli fá- vizku og svo miklu hatri að hvikir drættirnir í andliti hans breyttust og af- skræmdust. Eg lét hann rausa, en skaut einstaka sinnum inn orði til að teygja tímann og stytta píslarstundirnar að sama marki, ef þær ættu á eftir að fara. Hann hafði lagt fyrir mig sömu spurningarnar, en án þess að þjarma að mér. Síðan sneri hann sér að „stórpólitíkinni“. Hann gekk fram og aftur um herbergið eins og vitfirringur, kom öðru hverju alveg að mér og æpti ein- hverja setningu framan í mig. Hann óskaði þess að stríðið breiddistút tilTúnis og Marokkó. Hann harmaði, að förin inn í Egyptaland skyldi ekki enda í alls- herjarbáli. „Ég vildi að amerískur kafbátur hefði sökkt frönsku skipi: Þá hefðu hlutirnir þó að minnsta kosti verið skýrari!“ Ég andmælti honum, en eins og menn andmæla sjúklingi, sem ekki má æsa upp. Hann langaði aftur og 349
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.