Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Side 16

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Side 16
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR aftur til að berja mig, en hann hélt sér í skefjum, og loks öskraði hann: „Þér viljið ekkert segja? Ég er vanur að fá menn til að tala með því að setja hníf á barkann á þeim þegar dimmir. Ég skal taka yður fyrir aftur.“ Sjálfsagt hefur það verið ætlun þeirra að „taka mig fyrir aftur“, þegar ákveðið var að flytja mig til Lodi-búðanna. En áður en kom að þessari síðustu yfirheyrslu og þessum flutningi, sem ekkert benti til að væri á döfinni, liafði ég tækifæri til þess í einn mánuð að fylgjast með því, sem fram fór í píslaverksmiðjunni. Úr klefa mínum gat ég séð gegnum skráargatið ganginn og nokkrar tröppur af stiganum. í gegnum þunnt þilið barst hávaðinn úr næstu herbergjum. A daginn var stanzlaus erill í stiga og á göngum: Fallhlífahermenn, sem ýmist voru einir eða ráku hrottalega á undan sér örmagna fanga. Ég komst að því síðar, að á hverri hæð hrúguðu þeir 15—20 manns í herbergi, sem breytt hafði verið í fangageymslu. Fangarnir sváfu á steingólfinu eða lágu þrír og fjórir saman á hálmdýnu. Þeir voru alltaf í myrkri, gluggarnir voru byrgðir svo að ekkert sæist úr húsunum andspænis. Daga, vikur, stundum meira en tvo mánuði, biðu þeir eftir að verða yfirheyrðir, fluttir í fangabúðir eða í fang- elsi, eða þeir biðu eftir „flóttatilraun“, þ. e. a. s. vélbyssukúlum í bakið. Tvisvar sinnum á dag. klukkan fjórtán og klukkan tuttugu (þegar það gleymdist ekki), var okkur fært hermannakex — fimm kökur á morgnana og fimm á kvöldin -— einstaka sinnum brauð, og nokkrir spænir af súpu, sem bú- in var til úr öllum leifunum af borðum herranna. Ég fann sígarettustubb í henni einn daginn. í annað skipti fann ég merkismiða og ávaxtakjarna, sem þeir höfðu skyrpt út úr sér. Það var múhameðstrúarmaður, sem hafði þann starfa að færa föngunum mat. Hann var úr flokki skæruliða, en hafði verið tekinn höndum í orustu. Hann hafði keypt sér líf með því að ganga í þjónustu fallhlífahermannanna. Nafn hans var Boula. . ., en þeir höfðu honum til háðungar breytt því í Pour- la-France (Fyrir-Frakkland), og því kölluðu þeir hann. Þeir höfðu sett bláa liúfu á höfuð honum og vopnað hann gúmkylfu, sem hann notaði við tækifæri til að hafa velþóknun húsbænda sinna. Allir fyrirlitu úrhrak þetta, jafnt fall- hlífahermennirnir og fangarnir. En það var á næturnar, sem „skipulagsstöðin“ lifði sínu raunverulega lífi. Ég heyrði undirbúninginn á göngunum, stígvélasmelli og vopnahark, skipanir frá Ir. . . Þá barst annar hávaði til mín inn um ljórann. í garðinum voru þeir að setja í gang jejipa og dodge-bíla, og héldu af stað. Allt var hljótt 350

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.