Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Page 17

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Page 17
RANNSOKNIN í eina eða tvær stundir, þar til þeir komu aftur með vagnana hlaðna af „grun- uðum“, sem höfðu verið handteknir í leiðangrinum. Ég sá þá rétt í svip, þeg- ar þeir fóru uin sjónarsvið mitt: ganginn og stigann. Það voru oftast ungir menn. Þeir höfðu varla fengið tíma til að klæða sig, sumir voru enn í náttföt- um, aðrir berfættir eða á inniskóm. Stundum voru konur í hópnum. Þær voru látnar í hægri álmu byggingarinnar. Þá kvað húsið við af hrópum, svívirðingum, illgirnislegum hlátursrokum. Ir... byrjaði að yfirheyra múhameðstrúarmann. Hann æpti að honum: „Farðu með bænirnar þínar hér fyrir framan mig.“ Og ég gat gert mér í hug- arlund, hvernig þessi maður, auðmýktur meira en orð fá lýst, var neyddur til að krjúpa í bæn frammi fyrir kvalaranum. Síðan kváðu skyndilega við fyrstu kvalaóp næturinnar. Ilið raunverulega „starf“ Ir. .., Lo.. . og þeirra félaga var byrj að. Eina nótt voru þeir að pína mann á hæðinni fyrir neðan. Það var múham- eðstrúarmaður kominn á efri ár, eftir rödd hans að dæma. Á milli hræði- legra kvalaópa sagði hann örmagna röddu: „Lifi Frakkland! Lifi Frakkland!" Hann hefur eflaust haldið að hann gæti þannig mildað böðla sína. En þeir héldu áfram að pína hann og hlátrar þeirra bergmáluðu um allt húsið. Þegar ekki var farið í leiðangur, „störfuðu“ Ir. . . og menn hans að þeim föngum, sem fyrir voru. Á miðnætti eða um eittleytið að nóttu var skyndilega hrundið upp hurð á einhverju fangaherberginu. Fallhlífahermaður öskraði: „Á fætur, þorparar.“ Hann kallaði upp eitt, tvö, þrjú nöfn. Þeir, sem nefndir höfðu verið, vissu hvað þeir áttu í vændum. Það varð alltaf löng þögn og her- maðurinn varð alltaf að endurtaka nöfnin, en við það espaðist skap hans: „Eruð þið fábjánar, ha! Getið þið ekki svarað „viðstaddur“. ha?“ Þeir, sem nefndir höfðu verið, risu þá upp, og ég heyrði hvemig höggin dundu á þeim, þegar fallhlífarhermaðurinn rak þá á undan sér. Eina nótt lét Ir. . . menn sína ryðjast í einu vetfangi inn í öll herbergin. Þeir fóru berserksgang um „svefnskálana“ með kylfur á lofti. „Upp með þig!“ Ég reis upp, en Ir. . ., sem var á ganginum, sá mig og sagði: „Nei, ekki hann,“ og skellti sjálfur aftur hurðinni. Ég lagðist aftur á hálmbeðinn, en ógurleg háreysti kvað við á öllum hæðum, stígvélaskellir, högg, angistarfullir kvein- stafir. Á morgnana og á kvöldin, þegar Boula. . . opnaði dyrnar í hálfa gátt til að rétta mér „málsverðinn“, eða þegar ég fór á salerni, kom fyrir að ég mætti föngum úr liópi múhameðstrúarmanna, er voru á leið aftur í fangageymslurn- ar. Sumir þeirra höfðu séð mig í kröfugöngum, sem blaðið hafði gengizt fyr- 351

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.