Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Síða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Síða 18
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ir, aðrir vissu einungis hvað ég hét. Ég var alltaf ber á brjóstinu og bar enn merki eftir barsmíðar, plástraður á bringu og höndum. Þeir skildu, að ég hafði verið píndur eins og þeir, og þeir heilsuðu mér er þeir gengu framhjá: „Hugrekki, bróðir“. Og í augum þeirra las ég samhygð, vináttu og svo tak- markalaust traust að ég fylltist stolti, — einmitt af því að ég var Evrópumaður — að ég skyldi eiga mér rúm meðal þeirra. Þannig lifði ég í heilan mánuð og gat þá og þegar búizt við dauða minum. I kvöld, í bítið á morgun. Ég fékk enn martröð á næturnar og vaknaði með andfælum, skekinn af taugatitringi. Það kom mér ekki á óvart, þegar Cha. . . gekk inn til mín eitt kvöldið. Klukkan var líklega langt gengin i tíu. Ég stóð við gluggann og horfði út á Clemenceau-bólvarð, þar sem enn voru nokkrir bílar á ferð. Hann sagði að- eins: „Búið yður, við förum ekki langt.“ Ég fór í jakkann minn, skítugan og rifinn. Ég heyrði, að Cha. . . sagði úti á ganginum: „Segið Audin og Hadjadj að búa sig líka, en við höfum þá sér.“ Tíu sinnum hafði ég gert upp við mig þetta líf, sem ég hugði á enda. Einu sinni enn hugsaði ég um Gilberte, um alla þá, sem ég unni, um hina sáru sorg þeirra. En mér svall móður við tilhugsunina um þá baráttu, sem ég hafði háð án þess að gugna, við tilhugsunina um að ég mundi deyja eins og ég hafði allt- af óskað mér að deyja, trúr hugsjón minni og baráttufélögum mínum. Bill ók af stað út úr garðinum og fjarlægðist. Eftir skamma stund heyrðist löng vélbyssuskothríð úr þeirri átt, þar sem Oliviers-villa er. „Audin,“ hugs- aði ég. Ég beið við gluggann til að anda að mér næturloftinu sem allra lengst og horfa á ljósin í borginni. En mínúturnar liðu, klukkustundimar liðu, og Cha.. . kom ekki aftur að sækja mig. Ég hef lokið frásögn minni. Aldrei hefur mér verið jafn erfitt um að skrifa. Ef til vill er mér allt þetta of ferskt í minni. Ef til vill beinist hugurinn að því, að þó þetta sé liðið hjá fyrir mig, þá lifa aðrir þessa martröð á sömu stundu sem ég er að skrifa þetta, og að það mun halda áfram eins lengi og þessu grimmilega stríði er ekki hætt. En ég verð að segja frá öllu, sem ég veit. Það er skylda mín við Audin, sem er „horfinn“, við alla þá, sem auðmýktir eru og píndir, en halda þó hugrakkir áfram baráttunni. Ég skulda það öllum þeim, sem dag hvern láta lífið fyrir frelsi lands síns. 352
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.