Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Page 19

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Page 19
RANNSÓKNIN Eg hef skrifað þessar línur fjórum mánuðum eftir að ég komst í hendur fallhlífaliðsins, í klefa númer 72 í borgaralega fangelsinu í Algeirsborg. Fyrir fáeinum dögum voru þrír Alsírbúar líflátnir í fangelsisgarðinum! Blóð þeirra rann saman við blóð landa þeirra Fernard Yveton. I þeim sáru harmakveinum, sem heyrðust frá öllum klefum, þegar böðullinn kom að sækja hina dauðadæmdu, og í þeirri djúpu þögn, sem á eftir fór, kvikaði sál Alsír. Það rigndi, og regndroparnir loddu við gluggarimlana á klefa mínum og ljóm- uðu í myrkrinu. Ollum hurðarlúkum hafði verið lokað, en við heyrðum einn af hinum dauðadæmdu hrópa, áður en búið var að kefla hann: Tahia E1 Djezair! Lifi Alsír! Og það var ugglaust á sömu stundu og hinn fyrsti þeirra steig upp á höggpallinn, að konurnar í fangelsinu byrjuðu að syngja einum rómi. Það var baráttusöngur Alsírbúa: Frá fjöllunum okkar hljómar rödd frjálsra manna: hún heimtar sjálfstæði fyrir fósturjörðina. Ég gef þér allt sem ég ann, ég gef þér líf mitt, ó, land mitt, ó land mitt. Allt þetta varð ég að segja, vegna þeirra Frakka sem lesa vildu skrif mín. Þeir verða að vita, að Alsírbúar blanda ekki saman kvölurum sínum og hinni miklu frönsku þjóð, sem þeir hafa margt lært af og þykir gott að eiga að vini. Það er þó nauðsynlegt að hún viti, hvað hér er aðhafzt í nafni hennar. Nóvember 1957. Jón Óskar íslcnzkaði. TIMARIT MALS OG MENNINCAR 353 23

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.