Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Page 25

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Page 25
JÓN FRÁ PÁLMHOLTI AFTÖKUDAGUR Nokkrum mínútum eftir dauðastundina reis gömul kona hœgt úr sœti sínu og bað viðstadda sýngja fallegt vers til heiðurs hinum dána. Með titrandi hönd- um byrjaði hún að slá taktinn og tók að raula þekkt sálmalag. Tárin streymdu niður vánga hennar og rauður skýluklúturinn slóst til ejtir taktinum. Fólkið, sem var enn ekki búið að ná sér ejtir hinn œsandi atburð vissi ekki í fyrstu hvernig það œtti að bregðast við þessu. Hvort það œtti jremur að hlœja eða gráta. En þar sem gamla konan sýndi eingan lit á að hœtta þessum trúðleiks- tilburðum, og ekki síður þar sem einginn tók undir með lienni þá brauzt hlát- urinn jram. Allur salurinn bergmálaði af óstöðvandi hlátri. Meðan líkmenn- irnir tosuðu hinum dauða gegnum hlœjandi þvöguna varð einum þeirra á að spyrja hvort ekki mœtti opna glugga. Einginn viðstaddra veitti þessari spurn- íngu athygli nema hinir líkmennirnir. Þeir urðu því að leggja líkið frá sér andartak meðan sá jieirra sem nœstur var glugganum opnaði hann. Hláturinn barst nú út á götuna fyrir utan og blandaðist umferðarhávaðanum, þar til einhver ránkaði við sér og spurði hvort líkið hefði ekki enn verið jlutt burt. Líkið? spurðu menn og litu flóttalega hver á annan. Ha, líkið, já það er einmitt j>að, sögðu menn og reikuðu út á götuna þöglir og niðurlútir eins og jeimnir sveitadreingir. 359

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.