Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Page 28

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Page 28
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR mennirnir? Æ æ, við höfðum búið til nýtt leikhús, stærra en Colosseum: og það var öll jörðin. Við vorum í óðaönn að undirbúa leikinn og smíða vopnin, sem skylmingamenn nútímans áttu að nota. Það tók langan tíma og við vorum ekki búin að ráða við okkur hvað nota skyldi, kjarnasprengjur, vetnissprengj- ur, sýkla, svefnsprengjur, hræðslusprengjur — hvílík leiksýning, snilldarlegri, heimspekilegri, jafnvel trúfræðilegri en leiksýningamar fornu, því þessi leikur var hættulegri. Nú voru það ekki aðeins skylmingamennirnir, sem áttu að leggja líf sitt að veði, ekki aðeins þeir sem á vopnunum héldu, — nei, það voru áhorfendurnir engu síður, — allir áttu að vera reiðubúnir að deyja, allur heimurinn. Ég gekk um rústirnar. Forum Romanum. Þarna hafði fólkið gengið, Sesar sjálfur hafði snert þessar súlur, Hórats hafði spígsporað þar, jæja, þeir voru farnir, og hvað hafði breytzt? Ekkert nema efnið, sem mennirnir byggðu úr? ekkert nema vopnin, sem þeir notuðu til að brytja hver annan niður? Þær stara á mann þessar súlur og bifreiðar nútímans aka á milli þeirra, við göng- um að þeim og snertum þær: margir aðrir hafa snert þær, ef til vill hafa konur hallað sér upp að þeim og grátið, því einnig þá grét fólkið. Það er skyndilega kominn ungur maður upp að hliðinni á mér, hálfgerður unglingur, svartur á hár, mjósleginn. Hann vill selja mér sjálfblekung. Hann bregður honum upp að augum mér og veifar honum fyrir framan mig. Eg er á gangi um rústirnar. Það er skammt frá Forum Romanum. En ég þarf ekki á sjálfblekung að halda. Sjálfblekungurinn kostar þúsund lírur. Það er parker- penni. Ekki mikið verð fyrir parkerpenna, milli tuttugu og þrjátíu krónur. Og af því svo stendur á að ég þarf ekki á pennanum að halda, er unglingurinn reiðubúinn að láta mig hafa hann fyrir minna en þúsund lírur. Svona er hann vingjarnlegur unglingur. En ég er ekki kominn til að verzla í rústunum. Ég þarf ekki penna, segi ég og held áfram göngu minni. En það er parkerpenni, segir unglingurinn og sýnir mér merkið. Og það er orð og að sönnu, þar er merkið og það er ekki hægt að sjá neinn mun á þessum penna og venjulegum parkerpenna, sem hægt er að gefa í jólagjöf. Og ungling- urinn lækkar verðið. Því miður, segi ég, bað stendur svoleiðis á að ég hef ekki áhuga á að kaupa sj álfblekung. Þá lækkar hann enn verðið. Það er parkerpenni, segir hann. Þvú miður, segi ég, þó það sé parkerpenni, þá vil ég ekki kaupa hann, þvú ég á penna. vv 362

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.