Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Page 30

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Page 30
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR mál. Jú, hann var að tala í trúnaði. Hann þurfti mikið á því að halda að tala í trúnaði. Þér vitið, sagði hann, þegar maður er búinn að vera einn eða tvo daga, þá fer manni að finnast að maður sé til óþæginda, maður verður vandræðalegur, maður kann ekki við sig. Og þó honum fyndist snyrtilegt og hreinlegt og þokkalegt í Pensione Chamounix, þá hafði hann enga eirð í sér til að bíða eftir fari suður á bóginn. Hann var allur á glóðum. Hann þurfti endilega að hafa einhvern til að tala við. Þessvegna talaði hann við mig. Allir aðrir gestir voru ferðafólk, sem kom að skoða sig um í Róm í einn, tvo eða þrjá daga, og var úti allan daginn. Hann sagði við mig: Hér er hreint og þokkalegt og það er ekki dýrt. Samt var hann á glóðum. Ég hafði mikla samúð með þessum litla manni, af því að hann var tónlistar- maður og af því að hann var'einmana. Og ég sagði honum, að húsfreyjan unga væri söngkona. Hún syngur mjög vel, sagði ég. Við skulum láta hana syngja fyrir okkur, sagði hann. Ég er ekki viss um að hún vilji syngja fyrir okkur, sagði ég. Við skulum reyna að biðja hana, sagði hann. Ég reyndi að fá hana til að syngja fyrir okkur, en hún vildi ekki syngja. Frakkanum leizt vel á húsfreyjuna. Hann brosti kankvíslega til mín og hallaði sér að mér spotzkur og leyndardómsfullur. Og síðan sagði hann: Hún er vel vaxin. Já, sagði ég. Hún er hreint ekki sem verst, sagði hann. Nei, sagði ég. Hver sefur hjá henni? hvíslaði hann og deplaði augunum. Þér? 0, nei nei, sagði ég. Þá hætti hann að vekja athygli mína á freistingafullum líkamsvexti konunn- ar. Ef til vill hugsaði hann sér gott til glóðarinnar. Hann sagði mér ýmislegt. Og hann hefði viljað segja mér ennþá meira, ef ég hefði haft þolinmæði til að hlusta á hann allan daginn. En því miður hafði ég ekki þolinmæði til þess, þó það hefði verið bæði fróðlegt og hollt, að því tilskildu að ég hefði ekki smitazt af þeirri lifsþreytu, sem þjáði þennan litla og kubbslega mann, sem var þó greinilega fæddur til að spauga við tilveruna og strá kátínu og gleði í kringum sig. Hann vissi um mismuninn á Itölum í Róm og ítölum í Napoli, hvað þeir voru miklu kumpánlegri í Napoli, og hann 364

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.