Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Page 32

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Page 32
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Ég var ekki nema unglingur, sagði hann. Ég barðist fyrir þá. En þegar stríð- inu var lokið og ég ætlaði að fá mér vinnu, þá var mér kastað út á gaddinn. Ég hafði ekki ítalskt vegabréf. Það var ekki spurt um það, þegar ég var skráður í herinn. Þá var enginn vandi að útbúa einhver skilríki. Ég sagði þeim, að ég hefði barizt fyrir Ítalíu. Það var ekki til neins. Þú ert franskur, farðu til Frakklands. Gat ég þá ekki fengið að sópa göturnar? Nei, ég hafði ekkert vegabréf. Enginn hafði hugsað fyrir því í stríðinu. Hann horfði í augu mér einsog hann vildi festa óafmáanlega í huga minn það sem hann sagði og ég fann hvernig endurminningin ólgaði um brjóst hans þegar hann sagði að lokum: Ég gekk einn míns liðs út á þjóðveginn, — og ég grét!

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.