Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Qupperneq 34

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Qupperneq 34
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR byggingar. En þau eru einmitt ein- kenni á góðum barnasögum, að full- orðnir geti einnig notið þeirra. Eg held að Olafur Jóhann ynni þarft verk, ef vildi gera úrval úr sögum sín- um og þáttum og gefa út handa börn- um og unglingum. Það yrði góð bók. Það er ekki þar með sagt, að börn og unglingar geti ekki lesið bækur Ólafs Jóhanns, eins og þær eru, en það til- heyrir sérhæfingu nútíma þjóðlífs, að bók sé gefin út sem barna- eða ungl- ingabók. Urvalþað, er Sigurður Guð- mundsson gerði fyrir Bókaútgáfu Menningarsjóðs og kom út á síðast- liðnu ári, er mjög vel heppnað, en ég hygg, að Sigurður hefði samt hagað valinu öðruvísi, ef hann hefði fyrst og fremst ætlað það börnum og ungl- ingum. Skáldskap Ólafs Jóhanns má skipta í tvo aðalflokka: skáldsögur, sem sumir nefna bóksögur, og smásögur, sem sumir nefna þætti. Bóksögurnar eru þessar: Skuggarnir af bænum 1936, Liggur vegurinn þangað? 1940, Fjallið og draumurinn 1944, Vorköld jörð 1951 og Gangvirkið 1955. Smá- sagnasöfnin eru þessi: Kvistir í altar- inu 1942, Teningar í tafli 1945, Spegl- ar og fiðrildi 1947 og Á vegamótum 1955, samtals 23 þættir. Auk þess kom út 1947 skáldsagan Litbrigði jarðarinnar. Hún er í rauninni ekki bóksaga heldur þáttur, en er jafn- framt ein listrænasta saga Ólafs Jó- hanns. Árið 1952 kom út í ljóðabók, er hann nefnir: Nokkrar vísur um veðrið og fleira. Sú bók lætur lítið yfir sér, en er ákaflega hugljúf og vel unnin. Þess er ekki kostur í stuttu erindi að gera verkum Ólafs Jóhanns nokk- ur viðhlítandi skil. Ég skal þó freista þess að minnast á nokkur atriði og vík þá fyrst að hinum lengri skáld- sögum. Sagan Skuggarnir af bænum, sem kom út 1936 og Ólafur Jóhann mun því hafa ritað, þegar hann var 17 ára, segir frá tveim fyrstu áföngum í lífi fátæks sveitadrengs, sem missir föð- ur sinn, hrekst til vandalausra, verð- ur að þola illa aðbúð og strýkur loks burt af heimilinu. Sögumiðinu verð- ur bezt lýst með orðum höfundar sjálfs, en hann segir svo á bls. 180: „Einhvers staðar í þessari sögu er sagt frá litlum dreng, sem fæddist í skugganum; þar flaut sólin seint og síðar meir yfir hæsta tindinn, og hvarf síðan í öldótt fang Hálsafjall- anna. — Hingað til hafði þessi litli drengur lifað í þessum sama skugga, því að hann nær yfir allan heiminn, yfir allt lífið. Þeir, sem segja að allt sé fagurt og gott, að ekkert ljótt sé til, ættu að draga gluggatjöldin til hliðar, og horfa aðeins eitt augnablik inn í tár sorgarinnar, böl mannlífsins. Þá munu þeir komast að raun um, að engin orð eru þess umkomin að túlka þjáningu veraldarinnar, enginn mað- 368
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.