Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Side 35

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Side 35
ÓLAFUK JÓHANN SIGURÐSSON ur getur skilið hann til neinnar hlít- ar. — Þess vegna er háð barátta fyrir því, að höllin í skugganum verði að veruleika, að draumarnir um sól og vor megi rætast.“ Skuggarnir af bænum er hvergi nærri gallalaus frumsmíð, en í þess- ari sögu ómar strax sá tónn, sem er grunntónninn í öllum verkum Olafs Jóhanns: samúðin með þeim sem bágast eiga í lífsbaráttunni og þráin til betra lifs. Og þarna er einnig feg- urð. Kaflinn Raddir vísar fram til hinnar gullfallegu sögu Litbrigði jarðarinnar. Liggur vegurinn þangað? gerist í Reykjavík og segir frá ungum manni, atvinnulausum og févana, er reynir árangurslítið að brjóta sér leið sem rithöfundur. Hann neyðist tvívegis til að selja sjálfblekung sinn fyrir mat. Hann firrist ástmey sína, af því að honum hrýs hugur við að stofna til nýs lífs við þær aðstæður, sem hann býr við. Hann yfirgefur það sem hon- um er kærast til þess að vera einn um að sigra eigin þjáningu — eða bíða ósigur. „Hann grunaði ekki að þján- ing hans var óaðgreinanleg frá þján- ingum annarra, eins og aldan er óað- greinanleg frá djúpinu. Og sá sem herst gegn sjálfs sín böli, án þess að berjast gegn böli annarra, vígir sig glötuninni.“ Þessi saga sætti á sínum tíma all- harðri gagnrýni, og líklega hefur sitt- hvað í henni komið ónotalega við suma. En þegar ég var að rifja hana upp um daginn, varð mér hugsað til annarrar sögu, sem kom út í vetur, ís- oldar svörtu eftir Kristmann Guð- mundsson. Hún er ekki skáldsaga. Þar segir höfundur frá því, hvernig það var fyrir ungt skáld að hefja rit- höfundarferil á íslandi á öðrum og þriðja tug þessarar aldar. Sú leið reyndist honum ærið torsótt. Fráleitt hefur verið girnilegra að hefja rithöf- undarferil í Reykjavík á kreppuárun- um eftir 1930 — og kannski er það nógu torsótt enn. Fjallið og draumurinn 1944 og Vorköld jörð 1951 eru báðar sveita- lífssögur, og er Vorköld jörð fram- hald hinnar fyrri. í þessum sögum tekur Ólafur í rauninni upp þráðinn úr fyrstu skáldsögunni Skuggunum af bænum. Fjallið og draumurinn er þó að sjálfsögðu miklu viðameirisagaog þroskaðri. Hún segir einnig frá fóstru og fóstra. En hér er það góði fóstrinn og góða fóstran og öll er sagan með mildari blæ en hin fyrsta. Hún streymir fram lygn og kyrr, lýsir fast- mótuðu og kyrrlátu íslenzku sveita- lííi, eins og það var í byrjun þessar- ar aldar. 1 sögunni er þungur veru- leikastraumur, en yfir svífur sveim- hygli þjóðtrúarinnar. Útþrá fólksins fær sína einu svölun í draumsýn þjóð- trúarinnar — eða eins og Kristinn E. Andrésson orðar það í bókmennta- sögu sinni: „Andstæður verksins speglast í hamingjudraumnum og TÍMARIT MÁI.S OC MENNINCAR 369 24

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.