Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Side 41

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Side 41
ÓLAFUR JÓHANN SIGURÐSSON verður m. a. þess valdandi, að sagan verður öll önnur en höfundur ætlaði sér í upphafi. Rétt undir sögulok seg- ir svo: „Mér bregður í brún. Eg vissi mætavel að þetta sögukorn um vandamál nútímans var orðið harla ólíkt því verki, sem ég hafði búið mig undir um langt skeið og kviðið fyrir að skrifa. En samt sem áður rek ég upp stór augu, slæ á lær- ið og segi hvert í hoppandi! Ég hef til dæmis gleymt að notfæra mér minnisblöðin sem ég kom með að sunnan; úrelt orð eins og sál og ást blasa við á nokkrum stöðum; við- bragðsfræðilegar setningar sjást varla; skrýtnar aukapersónur, grá- flekkóttur hvolpangi og hani nokkur ættaður að vestan, hafa lagt undir sig margar blaðsíður, þar sem merkum bölsýnishöfundum hefði verið leikur einn að koma fyrir portlífiskarli, skækju og kynvillingi; auk þess hef ég ekki getað stillt mig um að minn- ast á silungsveiðar. Hitt veldur þó mestu um svip sög- unnar, að pilturinn er alls ekki ofan- tekinn heimspekingur með feigðar- glampa í augum, heldur hraustur verkamaður, glaðvær og dálítið rogg- inn, nýkvæntur fjallmyndarlegri stúlku, — hann mundi fara að hlæja, ef ég spyrði hann í einrúmi, hvort það hefði aldrei hvarflað að honum að stytta sér aldur. Ég efast um að þau hafi heyrt Sören heitinn Kierke- gaard nefndan, og hvorugt þeirra á í neinu sálarstríði út af tilgangsleysi lífsins, heldur eru áhyggjur þeirra nauða hversdagslegar: dýrtíð, hús- næðisvandræði, slæmar atvinnuhorf- ur, heimskulegt framferði nokkurra stjórnmálamanna. Pilturinn hefur á- unnið sér traust starfsbræðra sinna og verið kjörinn ritari í félaginu þeirra; hann talar ærið kuldalega um fræga menn, ráðherra landsins, og stúlkan hans tekur í sama streng, þessi fjallmyndarlega stúlka, sem hef- ur aldrei lesið bækur urn ónáttúru eft- ir existentialista á Signubökkum. Hvar endar hún svo, sagan sú arna, hvar nema í kálgarðsholu sem hjónin ungu hafa sjálf gert úr óræktarbletti framan við heimili þeirra á jörðinni, ryðgaðan hermannaskála. Þau eru ekki aðeins búin að sá gulrófnafræi og setja niður kartöflur, heldur hlúa að nokkrum blómum og trjáplöntum í einu horni garðsins. Hendurnar á þeim eru ekki flekkaðar, heldur mold- ugar. Og stúlkan er hvorki vitskert né taugaveikluð, heldur ólétt, maður guðs og lifandi! Það er farið að sjá á henni, — hún ætlar að sauma sér hempuvíðan kjól á morgun.“ Ég hef freistazt til að lesa nokkra kafla úr þessari smásögu, af því að hún skýrir svo vel afstöðu höfundar til rithöfundarstarfsins og hvernig hann telur að höfundurinn eigi að túlka mannlífið og bregðast við vandamálum þess. Hinsvegar gefa 375

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.