Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Side 43

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Side 43
GUNNAR BENEDIKTSSON Skynsemi gegn tilfnmingu Hugleiðingar í tilefni af örlögum Stefáns Zweigs NÚ hef ég þrisvar sinnum lesið Veröld sem var eftir austurríska stórskáldið Stefán Zweig. Þrisvar sinnum hef ég lesið bókina orði til orðs og suma kafla miklu oftar, og af spjöldum hennar hef ég lesið ný sann- indi við hvern lestur. Á titilblaði er bókin nefnd sjálfævisaga höfundar. En ég hef ekki lesið hana fyrst og fremst sem ævisögu, enda ber heiti bókarinnar og öll gerð hennar því vitni, að höfundi er það ekki fyrst og fremst í mun að lýsa atburðum úr persónulegu lífi, heldur þeirri veröld, sem bar hann ýmist á örmum sér eða tróð hann í svaðið, rændi hann og hrakti heimshorna á milli. Sú veröld er okkur sýnd á svo listrænan hátt, sem vart á sinn líka, og í því gervi, sem hún birtist vitund þessa afburða listamanns. En ég hef ekki lesið bókina hvað eftir annað til að kynnast þeirri ver- öld, sem var og hann er að lýsa. Fræðilega séð er miklu nær að leita til annarra en Stefáns Zweigs til að skilja sögu Evrópu og alls mannkyns á fyrri hluta 20. aldar, efnahagslega, félagslega og menningarlega þróun hennar. Mér liggur meira á hjarta að læra um þá veröld, sem er og verða mun enn um skeið. Og í þeim efnum verður mikið lært í þessari bók og miklu meira en höfundur hefur gert sér grein fyrir að hann væri að kenna. Þegar hann misskilur mest fyrirbæri samtiðar sinnar, þá kennir þessi list- fengi höfundur okkur oft mest. I frá- sögn hans birtast fyrirbærin í svo skýrum myndum, að fyrir okkur standa þau Ijóslifandi, jafnvel þótt hin innstu sanninda þeirra séu sjálf- um höfundinum hulin. Og í vöntun- um hans og mismati fyrirbæranna sjá. um við sömu vantanirnar og við erum að glíma við í dag, orsakir þess, að enn vofir styrjöld yfir þessum heimi og enn standa frömuðir mannvits, snilli og mannúðar tvílráðir og enn tekst viti firrtum kúgunaröflum að drottna yfir hugum og hjörtum mikils hluta mannkyns. 377

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.