Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Síða 45

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Síða 45
SKYNSEMI GEGN TILFINNINGU þungar byrðar voru á hann lagðar og því þungbærari, því grandalausari sem hann lagði af stað út í lífið á þeirri gullöld öryggisins, sem Austur- ríki í sinni keisaralegu íhaldsemi var ungum manni efnaðrar fjölskyldu fram að heimsstyrjöldinni fyrri. A honum dundi forboð nazista, ekki þó fyrir persónulegar sakir, heldur vegna gyðinglegs uppruna hans. Hann vissi bækur sínar bannaðar og brenndar með þeirri þjóð, sem hann hafði fyrst og fremst helgað sín rit og dáði hann fyrir þau. Og hann var ekki aðeins út- lagi frá föðurlandi sínu, sem komið hafði sem örkumla krypplingur úr heimsstyrjöldinni fyrri, heldur hafði þýzka ófreskjan gleypt það með húð og hári, svo að það var ekki lengur til sem viðurkennt ríki um skeið. í víðri veröldu var ekki til sendiráð, sem gat stimplað vegabréf hans stimpli ættlandsins, í öllum heiminum var ekki til stofnun, þar sem hann átti rétt á fyrirgreiðslu. En hörmungar þær, sem hann leið fyrir uppruna sinn, voru ekkert annað en hégóminn bláber í samanburði við það, er fjöldi ættbræðra hans varð að líða. Hann bjargaði sér frá Austurríki, áður en nazistar brutust þar til valda, og komst því aldrei í hendur þeirra til líkamlegra misþyrminga. Og þótt hann ætti ekkert sendiráð til að láta stimpla vegabréfið sitt, þá var hann ekki í þúsundahópi nafnleysingjanna, sem Zweig lýsir svo átakanlega í bók sinni og björguðu sér úr ríkjum naz- ista til þess eins að flykkjast allslaus- ir „eins og vofuþyrping“ á náðir er- lendra góðgerðastofnana og erlendra yfirvalda til að geta haldið áfram að leita einhvers hælis, sem einhvers staðar yrði hægt að finna. Zweig stóð hvervetna opin gistivinátta þjóða, sem höfðu lesið bækur hans og dáðu, og honum var einskis fjár vant til að lifa lífi sínu á þægilegan hátt. í Englandi lifði hann rólegu lífi við ritstörf, þegar England lenti í stríð- inu. Þá stóð honum til boða dvöl í Bandaríkjunum, og þaðan fór hann til óskalands síns Brasilíu og fullgerði þar bókina, sem ef til vill er mest les- in allra bóka hans út um allan heim, snilldarlýsinguna á þeirri veröld sem var. Að Ioknu því starfi axlaði hann skinn sín og kvaddi lífið. Ein ógleymanlegasta frásögn þess- arar bókar er um fundi þeirra höf- undar og Sigmunds Freuds, er þeir hittust í Lundúnum sem flóttamenn, rétt áður en síðari heimsstyrjöldin skall á. Þar hittust tveir úr hópi heimsfrægustu manna samtíðarinnar, Zweig hátt á sextugsaldri, en Freud á fjórða ári yfir áttrætt. Vandfundin er fegurri lýsing á hetjulegum viðskiln- aði en Zweig gefur á síðustu dögum Freuds. Hann átti í síðustu átökunum við dauðamein sitt. Hann gat ekki rætt við vini sína án líkamlegra þján- inga, en hann vanrækti samt ekki að ræða við þá, því að það var þáttur í 379
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.