Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Síða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Síða 47
SKYNSEMI GEGN TILFINNINGU hjartaði mannvinurinn Stefán Zweig lætur lesandann ekki ganga þess dul- inn, hvar skórinn kreppir. Svo fals- laust opnar hann sál sína, að jafnvel þeir hlutir í fari hans, sem hann sjálf- ur virðist ekki hafa skilið, verða lykill að leyndardómum hans harmrænu örlaga. Stefán Zweig lætur þess getið, þeg- ar hann gerir grein fvrir því, að hann valdi heimspeki að háskólanámi, að það val hafi ekki verið af neinni innri þörf, og segir um leið: „Hugsanir mínar þróast einvörðungu í sambandi við hluti, atburði og einstaklinga, en allt það, sem eingöngu er af fræðileg- um eða háspekilegum toga, er ofar mínum skilningi.“ Eg hef ekki lesið neinn meiri háttar Iiöfund og enn síður höfund með jafn sterka réttlætiskennd og sannleiksást og Stefán Zweig bar í brjósti, sem opinberað hefur jafn átakanlega og hann vanrækslu þess að leita róta þeirra íyrirbæra, sem voru viðfangs- efni hans. Hann virðist hafa skort alla yfirsýn yfir vettvang dagsins. Hann sá „hluti, atburði og einstaklinga“, en samband hlutanna og atburðanna var í átakanlega mikilli móðu. Hann fann líf sitt og yndi i því nýja, sem ruddi sér til rúms í listaheiminum í æsku hans, „eitthvað heitara, djarfara og meira heillandi en sú list, sem feður þeirra og samtíðarmenn höfðu tign- að“. Síðar öðlast hann og félagar hans, synir auðugrar borgarastéttar Austurríkis, skilning á því, „að þær nýjungar, sem þar voru á döfinni, boðuðu víðtækar þjóðfélagsbreyting- ar, er áttu eftir að láta öryggisháborg feðra okkar riða á grunni og að lok- um hrynja í rúst“. Þessi öryggisborg feðranna var sú veröld, sem stóð vörð um hamingjudrauma æsku hans og átti undir niðri hug hans allan. En sælu þess öryggis gat hann þó aðeins notið, er hann lét um sig leika þá strauma, sem skullu sem fellibyljir á múrum þeirrar háborgar, svo að hruni varð. Hann nýtur þess, sem gerist í listum og bókmenntum, en skilur ekki, hvað það er. „Við sáum ekki hið eldlega letur á veggnum“, segir hann um sig og félaga sína, „heldur bergðum á hinum dýru veig- um listarinnar“. Á þann hátt er mikl- um listamönnum gott að lifa, en það er ekki skóli til undirbúnings því að mæta fullkomnu siðleysi og menn- ingarfjandskap sem meginafli fram- vindunnar. Sá, er í slíkum árekstri lendir við sjálfan sig, getur vart heill til skógar gengið upp frá því, nema hann ráðist í að gera sér rökræna grein fyrir sambandi hlutanna og hvar hann stendur og hvar honum ber að standa. Stefán Zweig sá hluti, atburði og einstaklinga, en hann sá ekki öflin að baki. Hann sá Hitler, enda mátti minna sjá. En hann sá hann sem ein- stakling, en ekki sem afsprengi þeirra afla, sem höfðu hann að leiksoppi 381
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.