Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Síða 49

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Síða 49
SKYNSEMI GEGN TILFINNINGU við, „þar sem það jafngilti því að hrapa niður í verkalýðsstéttina“. Fyr- ir erfðir uppruna og uppeldi var Zweig alla ævi án tengsla við verka- lýðsstéttina og gat því ekki leitað trausts þangað, þegar hans hámennt- uðu millistétt var sópað af sviðinu í bálviðri siðlauss nazisma. Verkalýðs- stéttin var utan þeirrar dýrlegu ver- aldar, sem var hans allur heimur fram um þrítugs aldur. Að fyrri heimsstyrj- öldinni lokinni virðist hann fyrst upp- götva það suður á Italíu, að til er fyrirbæri, sem heitir stéttarstyrjöld. Hann varð sjálfur að rogast með töskurnar sínar eftir götum Mílanó- borgar, af því að það var allsherjar- verkfall. Verkfallsbrjótur gaf honum laumulega bendingu, tók hann og töskurnar út í gondólinn sinn og flutti hann eftir síkjunum að hótelinu. Verkföll voru Zweig ekkert óþekkt fyrirbæri. „Þetta var daglegt brauð í Austurríki,“ segir hann. En þá fyrst opnast augu Zweigs fyrir því, að þótt friður væri fenginn milli þjóða, þá er styrjöld enn háð á öðrum vettvangi, þegar hann síðar þennan sama dag sá hóp fasista, sem stukku ögrandi og kyrjandi fasistasönginn sinn í gegn- um hópa verkfallsmanna svo djarft, að hönd varð ekki á þeim fest. Ekkert sýnir skýrar fjarlægð Zweigs frá verkalýðshreyfingunni og baráttu hennar en sú yfirlýsing hans, að hann hafði ekki hugmynd um það, þegar í þrjá daga var barizt um verka- mannahverfin í Vínarborg í febrúar 1933 og nazistarnir tóku þau með fall- byssuskothríð, og þó var hann stadd- ur í borginni þessa daga. Hann skilur örlagaþunga þessarar baráttu. „Þetta var í síðasta skipti sem evrópskt lýð- ræði utan Spánar varði hendur sínar gegn fasismanum,“ segir hann. En hann „hafði ekki minnstu hugmynd um þá (atburðina), meðan á þeim stóð“. í ljósi þessarar fjarlægðar Zweigs írá meginafli framvindu mannlífsins, verkalýðshreyfingunni, verður auð- skildari uppgjöf hans gagnvart örlög- um lífsins. Hið borgaralega tómlæti gagnvart þeim hópi manna, sem stóð sem grunnurinn að menningarlegri reisn borgarastéttar Austurríkis, stóð alla tíð sem múrveggur gegn því, að hann síðar gæti sett traust sitt á stétt þeirra, þegar allt um þvarr. Af sömu ástæðu gat það ekki fyrir honum leg- ið að öðlast traust á ríki verkalýðsins í austurvegi. Þegar bjartast var í huga hans að lokum heimsstyrjaldarinnar fyrri og hann lifði í þeirri trú, „að með þessum ófriði væri fyrirbærið stríð úr sögunni um aldur og ævi“ og hann hafði lýst trú sinni „á hina stór- brotnu áætlun Wilsons“, þá lætur hann það fljóta með, að „um þessar mundir sáum við óljósan bjarma leggja úr austri, því að þá stóðu þar enn yfir hveitibrauðsdagar rússnesku byltingarinnar og mannúðarhugsjón- 383
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.