Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Side 50

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Side 50
TÍMARIT MÁLS OG MliNNINGAU anna“. Svo bætir hann við milliliða- laust: „Eg veit, að við vorum ein- feldningar.“ Síðan minnist hann ekki á Sovétríkin fyrr en í sambandi við för þangað vorið 1928, þegar honum var boðið að vera fulltrúi austurrískra rithöfunda á hundrað ára afmælis- hátíð Leós Tolstojs í Moskvu. Hann hafði lengi haft í huga för þangað. Áður en styrjöldin skall á 1914, var hann ferðbúinn. Þá var hann að semja bók um Dostojevskí, en varð að hætta við förina vegna stríðsins. Eftir byltingu stefndi hugur hans þangað til að kynnast ástandi þar. Þá var hann þar meðal víðlesnustu höf- unda, því að þótt hann væri ragur við að stíga þangað fæti sínum, af því að hann vildi ekki láta neyða sig til „að kveða upp dóm um óendanlegt land- flæmi og óleyst vandamál þess eftir nokkurra vikna kynni“, eins og hann komst að orði, þá þorði rússnesk al- þýða að taka afstöðu til hins tæra frelsisboðskapar í ritum hans. Þar hafði komið heildarútgáfa rita hans með formála eftir Gorkí, og auk þess voru ódýrar smáútgáfur fyrir almenn- ing. Það stóð ekki á því, að Zweig fyllt- ist elsku til fólksins í Rússlandi, og hann inat þá umhvggju, sem borin var fyrir velferð þess. „En hvað Rússland minnir á bráðgáfað, góðviljað og stórt barn!“ segir hann. Og honum þótti einnig barnaleg meðhöndlun á þessu stóra barni: „Hún var ögn bros- leg þessi einlæga og heiðarlega tilraun til að hrífa fólkið með einu handtaki upp úr myrkri fáfræðinnar til skiln- ings á Beethoven og Vermeer.“ En áður en varði var hann kominn inn á alvarlegt hættusvæði: „Þessi þögla en þó öra elskusemi (fólksins) bar mann ofurliði,“ segir hann. . .. „Samvistirnar við þetta fólk urðu hættuleg freisting, sem margir erlend- ir rithöfundar féllu lika fyrir í kynnis- ferðum sínum til Rússlands.“ En Zweig bjargaðist! Eitt kvöldið fann liann bréf, sem laumað bafði verið í vasa hans. Og skrifað stendur: „Minnizt þess, að flestir menn, sem þér talið við, segja ekki það sem þeim býr í brjósti, heldur eingöngu það, sem þeir mega segja. . . . Túlkurinn gefur skýrslu um hvert orð, sem þér talið. Það er hlerað í símann yðar og fylgzt með hverju fótmáli.“ Og í bréf- inu voru tilfærð dæmi og einstök at- riði, sem Zweig lýsir raunar yfir, að hann hafði ekki tök á að sannprófa. En svo mikils þótti honum umvert þessa leiðbeiningu, að hann hefur frá- sögnina af bréfinu með þessum orð- um: „Það, að ég lét ekki glepjast af þessum galdri, var ekki skapstyrk mínum að þakka fyrst og fremst, heldur ókunnugum manni, sem ég veit engin deili á og mun aldrei vita.“ „Nú verð ég að viðurkenna það hreinskilnislega, að hetjuskapur hef- ur aldrei verið mín sterka hlið,“ segir Zweig á einum stað. „Ef hættu ber 384

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.