Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Page 51

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Page 51
SKYNSEMI GEGN TILFINNINGU að höndum, hefur mér alltaf verið eiginlegast að hliðra mér hjá henni.“ Þetta segir hann, í sambandi við feg- inleik sinn, þegar hann af heilsufars- ástæðum var úrskurðaður óvígfær og þurfti því ekki að fara út á vígvöllinn 1914. Enginn mun frýja honum hetju- skaps fyrir þær sakir, en mann getur grunað, að hér hafi hann vilj að koma að þessari játningu sinni, þótt hann við önnur tækifæri hafi ef til vill einkum fundið til þess, að nokkuð hafi honum verið vant þess hetju- skaps, sem hann hefur dáð í hjarta sínu. Annars getur það leikið á tveim tungum, hvað flokka ber af vöntun- um hans undir hugleysi. Eitt eftir- tektarverðasta fyrirbærið í þeim efn- um er afstaða hans til Hitlers og naz- ismans, sem hann hataði af öllum sínum æma blóðhita. Flestir önd- vegismenn Þýzkalands á sviðum lær- dóms og lista snerust öndverðir gegn nazismanum og afsögðu að leggja fram krafta sína í þjónustu ríkis hans. Vinir Zweigs um víða veröldu lögðu fast að honum að mótmæla því opin- berlega, að verk hans væru flutt í Þýzkalandi nazismans. En Zweig varð ekki við þeirri kröfu. En hann færir það fyrst fram sem afsökun, að hann hefur „af grundvallarástæðum haft megnustu óbeit á öllum opinberum og innfjálgum yfirlýsingum“. En ástæð- an, sem hann setur í aðra röð, er vafa- laust þungamiðja málsins bæði beint og óbeint: Hann vildi ekki „leggja stein í götu snillings á borð við Strauss“. En þannig var málum hátt- að, að tónsnillingurinn Richard Strauss vann með Zweig að óperunni „Þögla konan“, og þegar nazistar gáfu út bann gegn því, að þýzk leik- hús sýndu verk eftir aðra en Aría, þá taldi Zweig útséð um örlög óperunn- ar. En Strauss bjargaði óperunni með því að koma sér persónulega í mjúk- inn hjá nazistaforingjunum. Hann gekk opinberlega í þjónustu þeirra á þann hátt, að hann lét útnefna sig sem forseta naziska tónlistarráðsins og gerðist þar með skrautfjöður í hatti nazista, þegar „ekki alleina beztu rit- höfundarnir, heldur einnig merkustu tónlistarmennirnir höfðu snúið við þeim baki“, eins og Zweig kemst að orði í þessu sambandi. Zweig dregur ekki dulur á það, að honum „hugnað- ist miður“ - þessi afstaða Strauss. En hann átti afsakanir honum til handa. Auk þess sem Zweig metur það við Strauss, að „hann viðurkenndi alltaf hreinskilnislega listamannseig- ingirni sína og lét allt stjórnarfar lönd og leið“, þá þurfti hann einnig af persónulegum ástæðum að vingast við nazista, þar sem sonur hans hafði gengið að eiga konu af Gyðingaætt- um. Zweig finnur til þess, að tilslak- anir Strauss koma honum í klípu, en maður getur vart varizt grun um, að fyrir Zweig hafi að einhverju leyti vakað sömu sjónarmið: listamanns- eigingirni, „heilög síngirni lista- TÍMARIT MÁLS OC MENNINGAR 385 25

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.