Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Side 54

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Side 54
THOMAS SOVVELL Um launakenningu Karls Marx Hlutskii’ti verkamanna í þjóðfélagi auðvaldsins er sívaxandi örbirgð. Þannig kenndi Karl Marx. Engum blöðum hefur hagfræðingum oft þótt þurfa um það að fletta, að með framsetningu þessarar kenningar hafi Marx viljað segja, að verka- menn mundu hljóta minnkandi magn vara og not þjónustu. I skrifum sínum hefur sumum þeirra jafnvel þótt það jaðra við tvöfeldni að bera brigður á þann skilning á orðum hans. Þegar marxistar á undan- förnum áratugum hafa lagt út þessa kenn- ingu Marx sem forsögn um rýrnun hlut- fallslcgs skerfs verkamanna hefur þeim verið borið á brýn hughvarf og tilraunir til að bjarga því, sem bjargað varð. (18., bls. 383.) (1., bls. 213.) (23., bls. 155—157.) (3., bls. 324.) (22., bls. 34—35.) (16., bls. 61.) I þessum búningi verður kenning Marx virðingarverð forsögn, og ekki ósennileg, þótt hlutfallslegur skerfur verkamanna hafi ekki rýrnað og kenningin ekki rætzt. Túlk- uð sem forsögn um vaxandi algera örbirgð verkamanna, verður aftur á móti kenning hans talin hafa verið afsönnuð í sögunni. Það kann að hafa leynzt í hugum marxista, þegar þeir á undanförnum áratugum lögðu kenningu Marx út sem forsögn um vaxandi hlutfallslega örbirgð verkamanna. Oðru máli gegnir, að það sjónarmið eitt hafi ráð- ið um túlkun kenningar hans á þann veg. Hér verða færð rök að því, að Marx hafi sagt fyrir um vaxandi hlutfallslega örbirgð verkamanna í þjóðfélagi auðvaldsins, að svo miklu leyti sem kjör þeirra eru komin und- ir efnahagslegum aðbúnaði. Ennfremur verða færð rök að því, að Marx hafi ekki miðað þessa kenningu sína um kjör verka- manna við efnahagslegan aðbúnað einan saman. Höfuðmótbáran gegn túlkun kenningar Marx um kjör verkamanna sem forsögn um vaxandi „hlutfallslega örbirgð" þeirra í þjóð- félagi auðvaldsins er þessi: „... þótt sum- ar málsgreinar í ritum Marx ... megi túlka á þessa leið, brýtur sú túlkun greinilega í bág við flestar þeirra." (22., bls. 35.) Fyrir mótbáru þessa verður krækt með því að vitna ekki í málsgreinar í ritum Marx, sem „má túlka“ sem svo, að þær vísi til vaxandi „hlutfallslegrar örbirgðar" verkamanna. Aðeins verður vitnað í málsgreinar, sem ekki verða á annan veg lagðar út. Við ívitn- aðar málsgreinar verður þó ekki einvörð- ungu stuðzt. Athygli verður vakin á, að for- sögn Marx um vaxandi örbirgð verkamanna verði rakin til skilnings hans á hugtakinu „gildi launa“. En gildiskenningu sína vann hann upp úr hagfræðiritum Ricardos. En vegna sérkennilegrar gerðar hugtakanna í kenningum hans, olli Ricardo áþekkum misskilningi, löngu áður en Marx samdi AuðmagniS. Marx varð ekki fótaskortur á sérstæðri skilgreiningu Ricardos á gildi launa, eins og á verður drepið. Auk þess að kryfja til mergjar (1) hugtakið gildi launa f hag- fræðiritum Ricardos og Marx, einkum þó 388

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.