Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Side 55

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Side 55
UM LAUNAKENNINGU KARLS MARX skilning þeirra á hækkun og Iækkun launa, þarf að íhuga (2) merkingu orðsins „lífs- framfæri", eins og Marx notar þaff í ritum sínum og (3) sumar röksemdimar til stuffn- ings túlkunar launakenningar Marx sem forsagnar um vaxandi algera örbirgff verka- manna í þjófffélagi auffvaldsins og (4) aðra þætti en hina efnahagslegu, sem Marx telur stuðla að örbirgff. I. Gildi launa I kenningum almennrar hagfræffi hefur löngum veriff gerður greinarmunur á þeirri upphæff peninga, sem verkamönnum er greidd að launum, og því magni vara og þeirra nota þjónustu, sem keypt verffur viff peningaupphæff þessari. Adam Smith skildi þannig á milli „launa í reynd“ og „launa aff nafni".1 Um „laun í reynd“ og „laun aff nafni“ fjallar einnig David Ricardo. En um hugtök og vinnubrögff í hagfræði sótti Marx margt til hans eins og raun ber vitni. Alla affra merkingu en Adam Smith lagffi David. Rieardo í hugtök þessi, þar eð hann reisti upp kenningakerfi sitt aff allt öffrum hætti. „Laun í reynd“ í ritum Adams Smiths og annarra hagfræðinga heita „laun aff nafni“ á máli Davids Ricardos. (24., bls. 50.) í ritum Ricardos merkja „laun í reynd“ gildi launa effa með öffrum orðum þaff magn vinnu, sem fólgiff er í vörunum, er verka- mönnum falla f hlut. „Laun í reynd“ voru mælikvarði á hlutdeild verkamanna í heild- arframleiffslunni í ritum Ricardos, en ekki á algert magn vara og þjónustu verkamönn- um til handa.2 Ef sakir aukinna afkasta 1 Hann var þó ekki alltaf sjálfum sér samkvæmur um grundvöll þessarar skipt- ingar. 2 (24., bls. 49—50.) J. S. Mill hefur skor- inorðast sett þetta atriði fram: „Á máli hans (Ricardos) voru laun affeins sögff hækka, þegar þau hækkuffii ekki affeins aff verkamenn báni úr býtum meira en áður af magni vara, sem þó var minni hluti heildar- framleiðslunnar en áður, þá var um launa- lækkun aff ræða á máli Ricardos. Hann tek- ur fram, að „það væri engu að síður raun- veruleg lækkun, þótt þeir hlytu fyrir laun sín meira magn hinna ódýru vara en áður“. (24., bls. 50) Marx hugsar að sama hætti: „... samjara auknum ajköstum vinnunn- ar getur vel farið svo, að verð vinnuafls verði fallandi, þótt falli þessu fylgi stöðug- ur vöxtur (þeirra vara), sem verkamenn hljóta sér til lífsframfœris." (5., bls. 573.) Meira máli en hliðstæffar framsetningar sem þessar skiptir, að Marx tók upp af ráðnum hug svonefnda „vinnugildiskenn- ingu“ Ricardos, og þá um leiff skilgrein- ingu hans á gildi launa. Marx leit svo á, aff hugtak þetta um „gildi Iauna“ yrffi rakiff til sannrar þjóðfélagslegrar heimspeki. „Gildi launa þarj að meta, ekki á grund- velli þess magns lífsnauðsynja, sem verka- menn hljóta að launum, heldur á grund- velli þess magns vinnuafls, sem þessar lífs- nauðsynjar kosta ... í reynd þess hluta vinnudagsins, sem verkamenn taka til eigin afnota. Vel getur verið, að mœld í notagildi (magni vara eða peninga) hœkki laun þeirra með auknum afköstum, þótt launin jalli metin að gildi ... það er eitt af helztu ágœtum Ricardos, að hann gerði athugun á hlutfallslegum launum og skipaði þeim í tilgreindan flokk. Áður fyrr hafði jafnan verið litið á laun sem ósamsettan þátt, og magni, heldur í gildi ... Ricardo sagði þess vegna ekki laun hafa hækkað vegna þess aff verkamenn gátu fengið tvö mál hveitis í staff eins fyrir daglaun ... Hækk- un launa á máli Ricardos merkti aukningu kostnaffar viff framleiðslu launa ... aukn- ingu þess hluta afrakstrar vinnunnar, sem verkamenn bera úr býtum ...“ (17., bls. 96—97.) 389

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.