Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Síða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Síða 60
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR um fallandi arðsfót. (19., bls. 36.) Ef heild- artekjunum er skipt í eignatekjur og launa- tekjur, geta hvorar tveggja ekki fallið í senn, nema heildartekjumar minnki. Hér sem fyrr verður að leggja sama skilning í kenningu Marx og hann gerði sjálfur. Hann skiptir heildartekjunum á þrjá vegu: í launatekjur (breytilegt auðmagn); eigna- tekjur (,,meirvirði“), og endurnvjun fyrndra véla og hráefna o. s. frv. (varan- legt auðmagn). Ekkert hindrar samdrátt hluta hinna tveggja fyrstu, þegar lduti hins þriðja er í langvarandi hlutfallslegum vexti. Marx kennir, að tilhneigingar gæti til að arðsfóturinn falli, þótt heildararðurinn auk- ist, og að tilhneigingar gæti til að hlutur launa falli, en ekki raunveruleg laun, eins og þau eru venjulega skilgreind.1 IV. Aðrir þættir en efnahagslegir, sem stuðla aS örbirgð verkamanna Marx telur í ritum sínum aðra þætti en efnahagslega stuðla að iirbirgð. Þessir þætt- ir verða raktir til heimspeki hans og skiln- ings á manninum. Við rannsóknir beitti Marx binni díalektísku aðferð Hegels, að svo miklu leyti, sem hlutirnir eru ekki að- eins athugaðir, eins og þeir eru, heldur jafnframt, eins og þeir geta orðið. Þetta gildir jafnt um athuganir á þjóðfélaginu og efnahagskerfinu sem um athuganir á mann- inum almennt og verkamanninum sérstak- lega. Að miklu leyti, — ef ekki að mestu leyti, — er lífsgleði verkamanna komin undir því, hve vel þeim tekst að láta togna úr gáfum sínum. Að dómi Marx þroskar einmitt vinnan gáfur hvers og eins sem mannkynsins alls. Vinnan er ekki aðeins óþægindi, sem menn leggja á sig til að verða við efnislegum 1 „Sömu lögmál gilda fyrir félagslegt f jár- magn um aukningu algers massa arðsins og fallandi arðsfót" (6., bls. 256.) þörfum sínum. Ef svo væri, yrði vellíðan manna, (alger og hlutfallsleg,) mæld eftir vöruframleiðslunni. Vinnan er sjálf „frum- þörf lífsins". (7., I. 3. hluti, bls. 10.) og stuðlar að þróun einstaklingsins. Þróun hans er díalektisk þróun: „Margfætlan stœkkar og verður að stærri margfætlu; hún þróast upp í fiðrildi.“ (2., bls. 80.) Öðru máli gegnir um verkamenn í þjóðfélagi auð- valdsins: „Ef silkiormurinn spynni til þess eins að vera áfram silkiormur, væri hann einskær launamaður." (12., i. hluti, bls. 22.) Samt sem áður getur vinnan verið í sjálfu sér tilgangur og fullnæging. „Milton samdi Paradísarmissi af sömu ástœðu og silkiormurinn vefur silki. Það var þörf eðlis hans.“ (10., bls. 186.) Hvimleiðir voru Marx hagfræðingar, sem að dæmi Adams Smiths litu á vinnu, leysta af hendi, „einungis sem fórn hvíldar, frelsis og hamingju," en ekki jöfnum höndum sem eðlilega starfsemi lif- andi vera (5., bls. 54, ngr.) Veraldarsagan að áliti Marx er sjónleikur „sköpunar mannsins í krafti mannlegrar vinnu“ (9., bls. 246.) I þjóðfélagi auðvaldsins skipar vinnan að því er Marx telur, ekki lengur lífsnauð- synlegt hlutverk sitt í ævi manna. Skipting vinnunnar í þjóðfélagi auðvaldsins „tekur einstaklinginn kverkataki"' (5., bls. 399.) Vinnuskiptingin breytir verkamönnum í „bækluð afstyrmi“ með því að þjálfa verk- lægni þeirra á þröngu sviði „á kostnað heims starfsgáfna og starfshvata; á sama hátt og í ríkjunum við La Plata er skepn- um slátrað aðeins til öflunar húðar og hala.“ (5., bls. 396.) Og þyngra á metunum telur Marx vera það, að áhrif þessarar til- hneigingar muni ágerast í þjóðfélagi auð- valdsins. Starfshættirnir, sem auka afköst- in, eru einmitt starfshættir, „sem limlesta verkamenn svo, að þeir verða brot úr manni“ og „fara á mis við menntandi áhrif vinnunnar, um leið og vísindin taka á sig 394
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.