Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Síða 65

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Síða 65
UM NOKKUR ATRIÐI KONGÓMALSINS Það var áður en belgíska ríkið tók að sér Kongó árið 1908, að hin raunverulegu völd yfir Katanga komust í hendur þessara að- ilja. Árið 1891 fékk Leopold II, einvalds- konungur hins „óháða“ ríkis Kongó, Com- pagnie du Katanga, undirdeild þessa Soci- été Générale sem er eldra en belgíska kon- ungdæmið, réttindi til námurekstrar í Kat- anga. Síðan, árið 1901, var stofnað Comité Spécial du Katanga (C.S.K.), sem Kongó- ríki átti í tvo þriðju hluta og Compagnie du Katanga einn þriðja. 1906 lét C.S.K. af hendi við hina frægu Union Miniére einka- leyfi til hagnýtingar einhverra hinna auðug- ustu náma heimsins. Hið síðastnefnda félag átti eftir að verða dýrmætasta gersemi Soci- été Générale: árið 1937 hafði höfuðstóll þess þegar þrítugfaldazt. Síðan 1937 hefur Union Miniére ekki þurft að gefa út nein ný hlutabréf til aukningar höfuðstólsins. 1946 nam hann einum milljarð belgískra franka; 1956 var hann kominn upp í átta milljarða. Hinn gífurlegi gróði stafaði af tímabundnum orsökum eins og sölu hern- aðarlega nothæfra afurða til bandaríska hergagnaiðnaðarins (úranið í sprengjurnar á Nagasaki og Iliroshima kom úr námun- um í Shinkolobwe) og af varanlegum að- stæðum, framar öðru af nýtingu hins ódýra afríska vinnuafls. 1955 til dæmis úthlutaði Union Miniére arði sem samsvaraði 30% af samanlögðum vinnulaunum 1.200.000 verka- manna í öllu Kongó. Tveir agnúar voru samt á þessu glæsilega fyrirkomulagi. Union Miniére er samkvæmt einhverjum skrítnum lagahókstaf leigjandi námusvæðanna sem hún starfrækir, þar sem auðfélögin í Norður-Rhodesíu eru sam- kvæmt engilsaxneskum reglum eigendur sinna náma. í öðru lagi er belgíska ríkið í þeirri aðstöðu, sökum hlutabréfaeignar og forréttinda, að það gæti ef það vildi ráðið stefnu félagsins. Union Miniére var stofnað með 10 milljón franka höfuðstól: Société Générale hafði skrifað sig fyrir 50.000 hundrað franka bréfum og brezki auðhring- urinn Tanganyika Concessions hafði einnig keypt 50.000 bréf; þar að auki hlaut C.S.K. að endurgjaldi fyrir náttúruauðæfin sem það lét í té 100.000 hlutabréf. Þar eð ríkið átti tvo þriðju í C.S.K. gat það ráðið miklu um rekstur félagsins, en það kaus að halda að sér höndum og láta segja sér fyrir verk- um. Þrátt fyrir aukningu höfuðstóls hefur ríkið enn í dag sömu ítök, og það er áreið- anlega satt að Société Générale hefur tekizt að ráða yfir Union Miniére enda þótt það hefði aðeins minnihluta atkvæða ...“ Við þessa frásögn má bæta því að bæði Rotschild-samsteypan í Frakklandi og Rockefeller í Bandaríkjunum höfðu á síð- ari árum keypt góðan bunka af hlutabréf- um í Union Miniére. Það er því næsta auðskilið að belgískum, frönskum, brezkum og bandarískum auð- hringum var umhugað að halda völdum sín- um yfir hinum dásamlegu auðsuppsprettum í Kongó. Aðstaða hringanna var ákaflega sterk, vegna þess að þeir höfðu algert tang- arhald á atvinnu- og fjárhagslífi iandsins. Þeir gátu svipt ríkissjóð Kongó tekjum sín- um á einu augabragði, og þeir gerðu það þegar á herti. Aðaltekjustofn ríkissjóðs var sem sé útflutningstollur á kopar og kóbalti. Síðan, þegar búið var að koma leppnum Tshombe fyrir hófust greiðslurnar aftur, en nú gengu þær allar til Katanga. í ágúst borgaði Union Miniére Tshombe 1250 milljónir belgískra franka. En hina löglegu stjórn landsins átti bókstaflega að svelta í hel. Á hinn bóginn var það hringunum nokk- ur bagi, einkum þeim brezku og bandarísku, að þeir bafa ekki getað fengið opinberan stuðning hjá ríkisstjómum landa sinna: Afríka er of viðkvæmur blettur til þess. En stuðningur hefur þó verið veittur. Hann 399
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.