Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Síða 66

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Síða 66
TIMARIT MALS OG MENNINGAR hcfur verið vandlega dulbúinn og hans er lítt getið í borgaralegum málgögnum, jafn- vel ekki hinum frjálslyndu. Einna mestur vandi fyrir áhorfendur Kongómálsins er að svipta þeim dulbúningi burt og lesa hinn ófrýnilega sannleika út úr siðprúðum nöfn- um eins og aðstoð, vernd, löggæzlu, mála- miðlun. Amerískir blaðamenn sem vel þekkja til, tala nú um það sín á milli að valdarán Móbútús hafi verið skipulagt af leyniþjónustu Bandaríkjanna að undirlagi Allans Dullesar. Þeir sem eiga bágt með að trúa að Bandaríkjastjórn leggi mannorð sitt í Afríku í aðra eins hættu til þess að varð- veita hagsmuni Rockefellers í Kongó, mega minnast þess að sú sama leyniþjónusta und- ir stjórn hins sama Dullesar kæfði í blóði hið unga lýðræði í Guatemala árið 1954 til þess eins að gróði auðhringsins United Fruit yrði ekki skertur. En áður en Móbútú var „fundinn upp“ af Central Intelligence Agency hafði Bandaríkjastjórn skýlt sér bakvið Sameinuðu þjóðirnar. II. Sameinuðu þjóðirnar, Kongó, Afríka Þáttur Sameinuðu þjóðanna í Kongó- deilunni er flókinn og flæktur, en þó liggja cinnig hér nokkur atriði í augum uppi: 1) Sendimenn Hammarskjölds í Kongó stefndu að því strax í upphafi að taka völdin af Lúmúmba og gera „málamiðlun" milli auð- hringanna og „hægfara" sjálfstæðismanna eins og Kasavúbús. Sú málamiðlun hefði tryggt auðhringunum allt það sem þeir báðu um. 2) Til þess að koma fyrirætlun sinni í framkvæmd þurftu þeir m. a. að ráða herinn undan Lúmúmba. Aðferðin var einföld: auðhringarnir höfðu svipt stjórn- ina öllum tekjum sínum, og þegar hermenn- irnir fengu ekki greiddan málann hlupu sendimenn Sameinuðu þjóðanna undir bagga og lofuðu að greiða hann, — ef her- inn segði Lúmúmba upp hollustu (sbr. Ob- server, 11. sept.). 3) Sendimenn Sameinuðu þjóðanna vörnuðu Lúmúmba aðgangs að útvarpsstöðinni í Leopoldville til að koma í veg fyrir að hann æsti upp lýðinn, en létu það viðgangast að andstæðingar hans æstu upp lýðinn frá útvarpsstöðvunum í Brazza- ville (Franska Kongó) og Elizabetville. Fleiri sannana um tvöfeldni er ekki þörf. En hvernig stendur á því, hafa margir spurt, að Hammarskjöld var veitt traust á þingi Sameinuðu þjóðana, ekki aðeins af Bandaríkjamönnum, Bretum og þeirra liði —- siðferðisábyrgð þeirra hefði verið lítils virði — heldur af flestum hinum hlutlausu ríkjum í Asíu og Afríku? Ef við lítum til Afríku, sem málið er ó- neitanlega skyldast, er rétt að hafa í huga að hin sjálfstæðu ríki þeirrar álfu hafa síð- ur en svo sameiginlega stefnu, hvorki að því er tekur til heimsmála, né heldur um þá leið sem beri að fara til sannarlegs fullveld- is, pólitísks og efnahagslegs. í Afríku eru bæði lönd eins og Gínea, Ghana, Súdan, sem eru róttæk í alþjóðamálum, berjast ó- hikað við heimsvalda- og nýlendustefnu og treysta á lausn sósíalismans innanlands, — og lönd eins og Marokkó þar sem hin opin- bera stefna hefur þokazt æ lengra til hægri síðan landið varð sjálfstætt, og stjómin virðist ætla að sætta sig við að gera landið að bækistöð Bandaríkjanna í Afríku. En þrátt fyrir þessa ólíku afstöðu til ýmissa höfuðmála hafa hin sjálfstæðu ríki Afríku hingað til haft nokkurskonar sameiginleg- an áttavita sem hefur komið í veg fyrir að þau ræki langt hvert úr annars leið fyrir byr hentistefnunnar. Þegar verulega hefur skorizt í odda með þessum ríkjum og vest- rænum þjóðum hafa þau alltaf snúið bök- um saman. Jafnvel Bourgiba forseti Túnis, sem er harla blendinn, og kysi helzt sem ástríkast samband við Vestur-Evrópu og Ameríku, hefur verið neyddur til að taka 400
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.