Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Síða 67

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Síða 67
UM NOKKUR ATRIÐI KONGOMALSINS afstöðu með þjóðfrelsisfylkingu Alsírbúa, þó honum muni að sumu leyti vera það þvert um geð. A hinn bóginn hafa þá þau ríki sem róttækari eru gert sitt til að varð- veita þessa einingu, jafnvel þó þau yrðu stundum að slá nokkuð af. Afrísk samvinna virðist sem sagt vera meira en nafnið eitt ólíkt því sem er um „norræna samvinnu". Það er engu hægt að spá um það hversu lengi sú samvinna muni endast; vel má vera að andstæðumar í stjórnmálum og atvinnu- háttum Afríkulanda beri hana ofurliði inn- an skamms, en hún hefur um sinn verið staðreynd sem allir hafa orðið að beygja sig fyrir. Þessi staðreynd hefur sjálfsagt valdið nokkru um að jafnvel þau ríki Af- ríku sem óánægðust voru með framkomu Sameinuðu þjóðanna í Kongó létu tilleið- ast að veita Hammarskjöld traust, til að rjúfa ekki samstöðu Afríkulanda. Onnur ef til vill enn mikilvægari orsök er þó sú að þessi ríki binda miklar vonir við eflingu Sameinuðu þjóðanna og vilja ógjarnan verða til þess að gera þær óstarfhæfar, jafnvel þó aðeins væri um stundarsakir. Loks er augljóst að traustið sem afrískar ríkisstjórnir veittu Hammarskjöld þýddi í raun og veru ekki að athafnir sendimanna hans væru samþykktar; nær væri að segja að það hafi verið bundið því skilyrði að breytt yrði um stefnu. En afstaða Afríkuríkja er ekki eina gát- an í sambandi við Kongó. Önnur spurning, sízt lítilvægari, hlýtur að koma hverjum þeim manni í hug sem fylgzt hefur með ferli Hammarskjölds síðan hann varð aðalritari Sameinuðu þjóðanna: Er hann sjálfur á- byrgur fyrir framkomu sendimanna sinna í Kongó eða hafa þeir eða aðrir valdamiklir aðiljar tekið af honum ráðin? Franski stjórnmálamaðurinn Claude Bourdet, sem skrifað hefur nokkrar ágætar greinar frá þingi Sameinuðu þjóðanna stingur upp á svofelldri skýringu: „Ef nokkurntíma hefur verið gerð ómak- leg árás á mann þá er árás Sovétríkjanna á Hammarskjöld ómakleg, að því leyti sem hún beindist að aðalritaranum persónulega. Trygve Lie var vissulega amerískur agent. En ekki Hammarskjöld. Hann er hægrisós- íalisti á skandinavíska vísu, en einlæglega umhugað um réttlæti, hann er sér meðvit- andi um örðugleika og mikilvægi starfs síns og er ævinlega albúinn að leggja sjálfan sig i áhættu til að þoka málum áleiðis. Hann er fulltrúi merkilegs skeiðs í sögu Samein- uðu þjóðanna, og ég hygg að einhverntíma muni menn meta hann að verðugu. Og þó ... Og þó hefur Hammarskjöld ekki tekizt að ráða við jortíð Sameinuðu þjóðanna, að minnsta kosti ekki alveg. Hann hefur ráðið bót á mörgum vanköntum frá stjórnartíð Tryggva Lie, en það er ekki mjög auðvelt að uppræta mein þess timabils þegar Bandaríkin réðu lögum og lofum bæði á þinginu og í framkvæmdastjórninni. Enn í dag eru amerísk áhrif yfirgnæfandi í skrif- stofum Sameinuðu þjóðanna. Aðstoðarrit- ararnir sem ganga formlega næstir aðalrit- aranum (Rússi sem hefur með höndum pólitísk málefni, Frakki efnahagsmál, Júgó- slavi verndarsvæðin, Brasilíumaður upplýs- ingainál, Formósu-Kínverji fundahöld og tveir sendimenn: Bandaríkjamaður og Ind- verji) hafa engin raunveruleg völd. Það er „brain trust“ Hammarskjölds sem hefur þau í höndum ásamt honum: í fyrsta lagi fulltrúi framkvæmdastjómarinnar Cordier, þá persónulegur ráðgjafi Wachtmeister, annar sendimaðurinn Bunche, og pólitíski fulltrúinn Wieschhoff. Sá síðast nefndi er að nafni til ráðunautur rússneska aðstoðar- ritarans en í raun hefur hann það hlutverk á hendi að ónýta ráð hans. Af þessum fjór- um eru þrír amerískir: Cordier er Ameríku- niaður, Wieschhoff er Ameríkumaður af þýzkum uppruna; Bunche — mjög rétt- TIMARIT MALS OC MENNINCAR 401 26
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.