Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Síða 70

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Síða 70
TÍMAUIT MÁLS OG MENNINGAll þeir séu ráðvandir, heiðarlegir og siðprúð- ir. Þetta er einhver rnesti sæmdarvottur sem við getum sýnt nokkrum manni eða hópi manna. Og sönnun hans er sú reiði sem grípur okkur þegar einhver negri bregzt þessum vonum okkar. Blöðin segja daglega frá innbrotum, fjárdrætti og öðrum auðgunarglæpum í þúsundatali án þess við kippum okkur upp við lesturinn, en ef negri er staðinn að slíkum glæp, komumst við öll í uppnám. I New York er daglega sagt frá sjóð- þurrðum, fjársvikum og margskonar mis- notkun opinbers fjár, en ef einn negri fell- ur í þá freistni að gera það sem fjöldi hvítra manna gerir, komumst við öll úr jafnvægi og blöðin skrifa um það langt mál. Er hægt að sýna nokkurri þjóð meiri sæmdarvott? Eg ætla að ljúka máli mínu með dæmum. Eg á börn, eins og mörg ykkar sem lesið þetta og hvít eruð á hörund. Haldið þið að börnin ykkar séu gædd nægilegu hugrekki, sjálfsvirðingu og ábyrgðartilfinningu til þess að fara í skólann í Little Rock vitandi það að þau myndu mæta þar daglega móðg- unum, hatri, pústrum, háðglósum og jafn- vel að hrækt yrði á þau, og færu þangað hávaðalaust og án þess að kvarta eða sýna nokkur merki um reiði eða keskni? Og jafnvel þó að þau legðu þetta á sig, myndu þau við þessar aðstæður skila góðum náms- árangri? Nú er ég maður fullorðinn, allvel mennt- aður — vonandi sæmiiega greindur — og þar að auki hvítur á hörund. Ég veit að of- beldi getur aldrei haft nein góð áhrif. Samt veit ég ekki, ef bamið mitt yrði fyrir því- líku aðkasti, hvort ég gæti stillt mig um að grípa kylfu og láta hana ríða á árásar- mönnunum. En ég treysti því að negrarnir grípi ekki til slíkra óyndisúrræða, enda gera þeir það ekki. Mér verður tíðhugsað til þessara skóla- barna í Little Rock — lítils hóps sem ber í höndum sér vilja og samvizku, vonir og framtíð milljóna. Þau hafa ekki brugðizt fólki sínu. Mér verður hugsað til þess með hvílíku stolti barnabörn þeira muni hugsa til þeirra. Og svo sé ég í huganum andlitin á múgn- um sem reyndi að varna þeim inngöngu, andlit froðufellandi af heift, bölvandi og ragnandi, gædd hugrekki múgsins, spúandi eitri sínu á saklaus böm. Og sum þessara andlita að læðupokast í skjóli náttmyrkurs til að koma fyrir sprengju — því vopni sem heiglum er jafnan hendi næst. Geta afkomendur þeirra litið til þessara forfeðra sinna með stolti? En auðvitað láta þeir þetta falla í gleymsku eða snúa við sannleikanum eða hvorttveggja. Þegar móðursjúk kona stakk negrann Marlin Luther King á hol með hníf, hefði mátt búast við því að reiði, sársauki eða ör- vænting næði tökum á honum. En fyrstu orð hans þegar hann vaknaði af svæfing- unni voru: „Látið þá ekki gera henni mein. Hún þarfnast hjálpar." Ef til vill á reiðin í garð negranna að ein- hverju leyti rót sína að rekja til nagandi vitundar um yfirburði þeirra, og ef til vill eru yfirburðir þeirar tilkomnir við það að þeir eiga sér málstað og berjast fyrir hon- um af óhvikulu hugrekki, stillingu og stefnufestu." G. Ó. 404
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.