Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Page 74

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Page 74
Umsagnir um bækur Hermann Pálsson: Islenzk mannanöín Heimskringla, Reykjavík 1960. Stundum fer svo, þegar okkur berst ný bók í hendur, að við furðum okkur á því hví í ósköpunum að svona bók hefur ekki komið út fyrr. Svo er um þessa. Lög um mannanöfn voru sett fyrir 35 árum og eru enn í gildi. Þar segir m. a.: „Stjórnar- ráðið gefur út skrá, eftir tillögum heim- spekideildar háskólans, yfir þau manna- nöfn, er nú eru uppi, sem bönnuð skulu samkvæmt lögum þessum. Skrá þessi skal send öllum prestum landsins. Skráin skal gefin út á hverjum 10 ára fresti að lokinni útgáfu hins almenna manntals." Er skemmst frá að segja að slík skrá hefur aldrei verið gefin út, enda mun Háskólinn aldrei hafa gert neinar tillögur um það. -— Og um mannanafnalögin mun það sannast sagna að þau hafa „verið þverbrotin svo oft, að undrum sætir“, eins og höfundur segir. Prestar hafa að vísu vitað um tilvist þeirra, en hvort tveggja er að þeir eru mis- jafnlega smekkvísir á íslenzkt mál og svo er ekki í lögunum neina vísbendingu að finna um það hvaða nöfn eru rétt „að lög- um íslenzkrar tungu“. Bók Hermanns er tilraun til að bæta nokkuð úr þessu. Upphafskafli bókarinnar nefnist „Lög um mannanöfn“. Drepur höf. þar á nokkra nafnaflokka sem teljast verða rangnefni eftir reglum íslenzkrar tungu, og bendir hann þar á að misræmi nokkurt muni vera í nafnavalinu í bókinni, enda er ógerlegt að komast með öllu fram hjá því. Höf. tekur þar fram að hann hafi sleppt öllum nor- rænum tökuheitum „sem borizt hafa hingað frá Dönum í afbökuðum myndum“. Meðal slíkra nafna eru Rúrik, Olga og Gústaf, sem hann telur eiga að vera Hrærekur, Helga og Gautstafur. Næsti kafli nefnist „Nöfn og saga“, ör- stutt yfirlit, og hefði gjarnan mátt vera lengri. Þá eru kaflar um tvínefni og samsett nöfn, m. a. það siðleysi í nafngiftum að mynda kvenmannsnafn af hvaða karlmanns- nafni sem er, og öfugt, nöfn eins og Guð- rúníus, Kristrúnus, Einarína, Guðjónsína. Næstu tveir kaflar eru um viðliði í nöfn- um. Þar hefði verið æskilegt að skýringar á merkingu hvers liðar hefðu fylgt, og verð- ur komið að því síðar. Þá kemur sá kafli sem lfklega má telja mest skiptar skoðanir um, en það er kafl- inn um aðskotanöfn. Að sjálfsögðu eru öll þau nöfn sem höf. telur þar útlend að upp- runa, en ýmsum mun þó virðast höf. hefði mátt flokka þau nokkuð niður, t. d. í alger- lega ónothæf nöfn og illa nothæf. Ég held það hefði verið miklu vænlegra til árang- urs. Það er t. d. mikill munur á nöfnunum Ágúst og Ágústínus, hvað hið fyrra er skárra. Nöfnin Hans, ísak, Jenni, Alma, Áróra, Elsa, Eva, Marta, eru að mínu viti N. 408

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.