Tímarit Máls og menningar - 01.12.1960, Page 76
TÍMARIT MÁLS OG M ENNINGAR
fyrir jiaS þótt í bókina vanti ýmis nýnefni,
eins og Heiðbrá, Rúnar og fleiri.
Ytri frágangur bókarinnar er vandaður.
Nokkuð skortir þó á fullt samræmi í staf-
rófsröð, einkum í orðum sem byrja á Þor-
eða Þór-, en ekki skiptir það verulegu máli.
Höf. befur bent á að við nafnið Þróttólfur
(170. bls.) hefur fallið brott helmingur
skýringarinnar; hún á að vera „öflugur
úlfur“. Viðliðurinn -björt hefur og fallið
brott í upptalningu viðliða í kvennanöfn-
um.
Tilgangurinn með bók þessari er „að bet-
ur verði vandað til skímamafna eftir út-
komu hennar en áður, að útlendum nöfn-
um og nafnleysum fari fækkandi og þjóð-
legum íslenzkum nöfnum fjölgandi að sama
skapi,“ eins og höf. segir í formála. Ifonum
er og ljóst að í bókinni em einnig „heiti,
sem falla lítt að smekk aldar vorrar og
verða því naumast endurvakin". Meðal
slíkra nafna eru heiti eins og Roðrekur,
Trefill, Tófa og Þorljót.
Hætt er við að ýmsum þeim er sjálfir
heita eða hafa látið skíra óíslenzkulegum
nöfnum, finnist fátt um bókina í heild eða
einstaka dóma höfundar, og skiljanlegt er
að mönnum sé sárt um nöfn sín. Flestir
munu þó heldur kjósa að bera íslenzkulegt
heiti, en í því efni hefur venjan ruglað
smekk býsna margra. Og það er trú mín að
þessi bók Hermanns Pálssonar eigi eftir að
forða mörgum íslendingum frá þeirri ógæfu
að vera skírðir vondum nöfnum.
Árni BöSvarsson.
Ljósir dagar
Sögur eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson.
Menningarsjóður 1959.
AÐ er fyrir löngu orðinn almannaróm-
ur, að Ólafur Jóhann Sigurðsson sé eitt
af listfengustu skáldum okkar, þeirra sem
nú halda á penna. Hann ritar litauðugra,
bjartara og hreinna mál, en aðrir jafnaldr-
ar hans. Nostursemi hans við heimanbúnað
rita sinna er einstök.
f smásögum Ólafs gætir allra beztu eig-
inda hans: Frásagnargleðinnar, listfengi
málsins, hnitmiðunar og sparsemi á dýr
orð, þrátt fyrir ríkidæmið, og síðast en
ekki sízt innilegrar innlifunar hans og
mannlegs skilnings á lífi og högum sögu-
fólksins. Smásögur Ólafs eru orðnar mjög
margar. Nú, þegar ég lít yfir sagnabækur
hans í huganum, finn ég að sögumar hafa
að sjálfsögðu orðið mér misjafnlega hug-
stæðar, en undrast það jafnframt, að ég
skuli ekki minnast neinnar í þeim hóp, sem
ég tel misheppnaða.
Eina skáldsögu Ólafs, Litbrigði jarðar-
innar, set ég við hlið beztu smásagna hans,
enda er hún styzt bóka hans; eitthvert feg-
ursta skáldverk, sem komið hefur út á ís-
lenzku síðasta aldarfjórðunginn. Frásögn
um æskuástir, vaknandi líf og vonbrigði.
Kannski fellur hinn ljóðræni stíll Ólafs
og náttúruskyn hvergi betur að efni en
þar.
Þessa löngu sögu og fimm smásögur hef-
ur Sigurður Guðmundsson valið í sýnisbók
ritverka Ólafs Jóhanns, sem Menningar-
sjóður hefur gefið út. Ennfremur birtir
hann þar tvo skáldsögukafla úr Vorkaldri
jörð og Gangvirkinu. Sigurður ritar og
fróðlegan, hlýlegan og fallegan formála
fyrir útgáfu sinni. Ekki hefur hann kastað
höndum til þessarar bókargerðar, enda
vandvirkur maður með afbrigðum og þaul-
kunnugur ritferli Ólafs.
En sitt sýnist hverjum eins og gengur.
Ég hefði ekki birt þarna sögukaflana og
Litbrigðin, heldur látið nægja að kynna
Ólaf sem smásagnahöfund. Þá hefði bókin
orðið meiri heild og sjálfstæðari eign sem
bók. Mér virðist það ekkert aðalatriði að
slík sýnisbók sé fyrirferðarmikil, heldur
410